Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 10

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 10
Sara Bernhardt sem Þeodora. hrygg. Hún var orðin sjö ára, þeg- ar hún var aftur orðin rólfær, en kunni hvorki að lesa né skrifa. Móð- ir hennar afréð að senda hana í heimavistarskóla. Það var tilvalin að- ferð til að losna við hana aftur. Þegar Sara var leidd fyrir skóla- stjórann, var hún of feimin til að mæla orð. „Mjög heimskt barn, eins og þér sjáið,“ sagði Rósína móðursystir hennar til skýringar við skólastjór- ann. „Ekki veit ég, hvaðan hún hefur heimskuna,“ bætti móðir hennar við og stundi. „Ég er viss um, að hún hefur hana ekki frá mér.“ En kennari í skólanum sagði vin- samlega: „Hún hefur augun yðar, frú. Þau eru svo gáfuleg!“ Við svo búið kysstu systurnar telp- una, eins og sjálfsagt þótti, og óku síðan leiðar sinnar. Julie fór heim til að ala annað barn. Hvað væri hægt að gera við þenna einkennilega umkomuleysingja? Söru hafði tæpast verið komið fyrir í skól- anum, þegar Julie bárust fréttir um það, að telpan fengi stundum óskap- lega reiðiköst, svo að hún væri með sótthita dögum saman á eftir. Julie hleypti brúnum milli þess sem hún kyssti nýjasta elskhugann sinn. Svo tók hún Söru úr skólanum og kom henni fyrir í klaustri. Þar mundi hún ekki þora að láta illa. í tvö ár virtist allt ganga að ósk- um. Og þó — „Vitið þér, herra her- togi,“ sagði Julie við friðil sinn, „telpan er alltaf í æsing eða reiði- ham út af einhverju. Ef það er ekki út af einhverju illu, þá er það vegna einhvers góðs. Hún hefur orðið of- stækisfull í trúmálum æ síðan hún var fermd til kaþólsku kirkjunnar. Hana langar til að verða nunna.“ Hertoginn af Morny og allir aðrir, sem Julie umgekkst, ráku upp skelli- hlátur. En Sara var ekki þannig, að hún gæti orðið nunna. Þrívegis áður en hún varð 15 ára var hún látin fara úr klaustrinu um tíma vegna aga- brota. Einu sinni hafði hún fallið í ómegin við skólaathöfn og látizt vera dáin, þar til abbadísin var alveg orð- in viti sínu fjær af hræðslu. Þá lauk hún upp augunum. Þetta hafði allt verið brella. Hún vildi aldrei fara að settum reglum, og frístundum sínum varði hún til að lesa forboðn- ar bækur og eta brjóstsykur, sem klausturvörðurinn smyglaði til henn- ar. Kvöld nokkurt var hún foringi sex stúlkna, sem létu sig síga niður úr glugga í klaustrinu á kaðli, sem gerður var úr rekkjulíni, og klifu þær yfir vegginn umhverfis klaust- urlóðina. Um hádegi næsta dag fund- ust þær, þar sem þær voru að henda grjóti í hesta lífvarðar konungs. stjórnin var farin að búast við öllu hinu ólíklegasta af henni. Einu sinni var komið að henni, þar sem hún var að dufla við ungan riddara, sem fleygt hafði fjaðraskúfnum af hjálmi sínum yfir klausturvegginn. Öðru sinni reyndu nunnurnar að stöðva hana, en henni tókst samt að klífa yfir klausturvegginn í náttkjól ein- um saman og leyndist í kulda og náttmyrkri, unz hún var næstum dá- in af kulda. En þá var mælirinn full- ur. Þegar hún vaknaði af sótthitan- um og hafði náð sér til fullnustu aft- ur, var henni sagt að fara úr klaustr- inu fyrir fullt og allt. Hvað á að gera við þessa fimmtán ára stúlku, sem er orðin alger vill- ingur? „Hún er mögur og veikluleg, og hún þjáist af ofsalegum hósta, svo að hún skelfur og nötrar eins og hún sé með krampa. Dökkir baugar eru undir augum hennar til merkis um, að henni hafi ekki tekizt að sigrast á blóðleysi sínu.“ Já, en þetta blóð- leysi, þetta gagnsæi húðarinnar, býr það ekki yfir sérkennilegum töfrum? „Fölvi hennar bregður yfir hana sér- kennilegri fegurð, sem fjörgast af ó- venjulegum svipbrigðum augna henn- ar, þegar hún talar. Svipur hennar sýnir öll skapbrigði hennar, og þau eru mörg og margvísleg.“ En hún veit ekki, hvað hún á að gera af sér — hver á framtíð henn- ar að verða? Hún hefur gaman af að mála og hefur hæfileika í þá átt, en það er ekki starf handa konu. Faðir hennar, sem orðinn er efnaður lög- fræðingur, hefur ánafnað henni tals- vert fé, sem hún á að fá þegar hún verður 21 árs gömul — ef hún gift- ist. En Söru langar ekki til að gift- ast. Biðill biður um hönd hennar, en hún hafnar honum. Annar ber upp bónorð við hana, en hún skvettir úr kampavínsglasi framan í hann. Greifi býður henni lendur sínar og nafn, og hún rekur honum löðrung. Efnt er til fjölskylduráðstefnu, og þegar henni er lokið, er kallað á Söru. „Barnið mitt,“ segir hertoginn af Morny, „við vitum ekki okkar rjúkandi ráð. Við ætlum að senda þig í leikskóla. Ef til vill gefst þér tækifæri á leiksviðinu.“ Sara skiptir litum af reiði. „Ég vil ekki verða leikkona!“ hrópar hún. „Hlustið á hana, hún vill ekki verða leikkona!“ segir móðir hennar hæðnislega. Eins og það skipti máli, hvað hún vildi! „Ég segi þér, að ég mun ekki eyða nokkrum eyri á þig, 10 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.