Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 25
Teresa Neumann biðst fyrir með talnaband sitt.
~fereM Coh HometÁteuik tátin
Teresa Neumann, sem þekktari var
undir nafninu Teresa von Konn-
ersreuth, andaðist seint á síðasta ári,
64ra ára gömul, og lauk með því
einkennilegri ævi, því að síðan 1926
bar hún sár Krists, og úr þeim
blæddi á hverju ári um páskaleytið.
Teresa Neumann var dóttir klæð-
skera í bænum Konnersreuth í Suð-
ur-Þýzkalandi, og hún aldist þar upp
ásamt níu systkinum. Faðirinn hafði
dálítinn búskap auk iðnar sinnar, og
Teresa hjálpaði honum við búrekst-
urinn, þegar hún hafði farið gegnum
alþýðuskóla, og einnig vann hún sem
vinnustúlka og kaupakona á ýms-
um býlum í grenndinni.
Árið 1918 markaði alger tímamót
á ævi hennar, sem hafði í engu ver-
ið eftirtektarverð fram að þeim
tíma. Eldur mikill kom upp heima
hjá henni, og af því að hún var striti
vön, veitti hún aðstoð við að berjast
gegn eldinum, eins og aðrir, en við
slökkvistarfið slasaðist hún mikið.
Hún missti til dæmis sjónina, en
meiddist einnig mjög mikið í baki
og líkami hennar lamaðist alveg
vinstra megin.
En eftir fjögurra ára miklar þján-
ingar varð fyrsta mikla undrið í
Konnersreuth. Á degi þeim, sem ka-
þólskir menn nefna „Teresa af barn-
inu Jesú“, fékk hún allt í einu
sjónina aftur. Réttum tveim árum
síðar, á sama degi, reis hún skyndi-
lega af sóttarsæng og var alheil. Um
föstuna 1926 fékk hún í fyrsta skipti
greinilega sýnir af þjáningum Krists,
eftir því sem hún sagði sjálf frá. Sár
opnuðust á fótum hennar, á hönd-
um hennar og annari síðunni. Á
föstudaginn langa tók blóð að vætla
úr sárum þessum, og hin merkta tók
að engjast sundur og saman af kvöl-
um.
Þetta spurðist víða, og fólk vildi
vitanlega fá að sjá það, sem hér var
að gerast. Allt að 15,000 manns hef-
ur gengið framhjá sjúkraherbergi
hennar á einum degi til að sjá píslir
hennar, og margir fylltir lotningu,
en aðrir komu einungis vegna for-
vitni. En Teresa Neumann er ekki
eini maðurinn, sem þannig hefur
verið merktur með sárum Krists.
Fyrsta tilfelli þessa, sem viðurkennt
var af páfastólnum, var varðandi
heilagan Franz af Ássisi árið 1224,
og síðan hafa 350 slík tilfelli verið
skráð hjá Vatikaninu.
En það var fleira einkennilegt í
sambandi við Teresu Neumann en
sár þau, sem komu á hana. Er t. d.
talið nokkurn veginn öruggt, að hún
hafi ekki neytt neinnar fæðu um 30
ára skeið nema brauðsins eða oblátn-
anna við daglegan kvöldverð. Teresa
Neumann varðist ákaft og með ár-
angri öllum rannsóknum lækna og
sálfræðinga. Af þeim sökum vildi
kaþólska kirkjan ekki veita henni
viðurkenningu, því að hún neitaði
að koma í sjúkrahúsið, þar sem rann-
saka átti ástand hennar. Ýmsir sál-
fræðingar reyndu að gefa skýringar
á fyrirbærinu með því að viðhafa
ýmis starfsheiti um það, svo sem
að kalla það persónuklofning og
sjálfssefjun.
Með ævi sinni varð Teresa von
Konnersreuth á 20. öldinni, öld vís-
indalegrar upplýsingar og fræðslu,
fyrirmynd allra trúaðra manna, og
hún vakti einnig gremju andstæð-
inga sinna, en leyndarmál ævi sinn-
ar tók hún með sér í gröfina.
*
Sá, sem hugsar bezt, er mestur
maðurinn.
Fegurstu ástarorðin finnast ekki í
bókum, né beztu bænirnar.
Annað hvort verðum vér íslend-
ingar að byggja á því sem íslenzkt
er og vinna úr því, eða hætta að
vera menn, sem eiga skilið að heita
þjóð. — (Jón Sigurðsson.)
FRÚIN
25