Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 19

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 19
Afar okkar höfðu allt aðrar hug- myndir um hlutverk konunnar í í þjóðlífinu en menn nú á dögum, og þeir hefðu áreiðanlega hrist höf- uðið, ef þeim hefði verið sagt, að innan tíðar mundu konur fara að helga sig stjórnmálum af álíka miklu kappi og karlmennirnir, þótt þær sé ekki alveg eins margar, sem hafa snúið sér að þeim. En nú er svo komið, að hvar sem litið er í heiminum, eru konur komn- ar í hóp forvígismanna þjóðfélag- anna á sviði stjórnmála. Þetta á jafn- vel eigi síður við í þeim löndum, sem hafa verið talin á eftir hinum vestrænu ríkjum, þar sem allt er mest og langt á undan. Gott dæmi um það er sú staðreynd, að eina kon- an í heiminum, sem nú er forsætis- ráðherra, og hin fyrsta, sem gegnir slíkri valda- og tignarstöðu, er búsett austur í Ceylon, en þar voru konur ekki taldar hæfar til æðri starfa þar til fyrir fáeinum árum. Minna má í þessu sambandi, að það eru ekki tveir mannsaldrar síð- an konur áttu í harðri baráttu við yfirvöld (karla) um réttindi sín, og jafnvel í Bretlandi, sem svo oft hef- ur verið nefnt háborg frelsis og mannréttinda í hinum vestræna heimi, voru konur miskunnarlaust teknar fastar og jafnvel barðar af lögreglumönnum fyrir að halda fram kröfum sínum um aukin réttindi sér til handa. Ngo Dinh Nhu er óvenjulega fögur og töfrandi kona, og hún er mjög voldug í landi sínu, Suður-Vietnam. Þótt hún sé orðin 38 ára og hafi alið manni sínum fjögur börn, er hörund hennar bjart og slétt eins og á yngis- mær. Eiginmaður hennar er bróðir og náinn ráðgjafi forseta landsins, sem á nú í vök að verjast fyrir skæruhernaði kommúnista, sem sækja að úr norðurhluta landsins. Sjálf er frúin þingmaður, og margir telja, að hún ráði jafnvel meira en sjálfur Diem forseti — og eykur það ekki hylli hennar hvarvetna. En þótt hún sé fögur og heillandi, er hún enn þekktari fyrir hugrekki og þrek, og hún berst hiklaust gegn fornum venjum, ef hún telur þær ekki til fyrirmyndar. Þannig hefur hún til dæmis lagt fyrir þingið í Saigon frumvarp til laga um að fjölkvæni verði bannað í landinu. Hér verður nú brugðið upp fáein- um myndum af konum, sem hafa mikil áhrif í stjórnmálum ýmissa landa. Sirimavo Bandaranaike, sem er þriggja barna móðir og 46 ára göm- ul, er fyrsta konan, seem gegnir emb- ætti forsætisráðherra. Því embætti gegnir hún á Ceylon, paradísareyj- unni, þar sem konur berjast þó yfir- leitt af kappi gegn öllum framförum og breytingum á stöðu sinni í heimi karlmannsins. Eiginmaður hennar, Salomon Ridgeway West Bandar- anaika, sem var forsætisráðherra Ceylon um tíma, féll fyrir morðingja- hendi þann 25. september 1959, og kona hans venti þá sínu kvæði í kross og tók upp ræðumennsku í stað elda- mennsku. Hún skírskotaði mjög til tilfinninga manna, þegar hún fór í kosningaleiðangur á sínum tíma, FRÖIN 19

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.