Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 14

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 14
mitt!“ Svo hló hún að þessari brellu sinni. Þegar síðasta sýningin fór fram í New York, komu um 50,000 manns að leikhúsinu til að votta Söru virð- ingu sína, og við komuna til Le Havre nokkru síðar, beið annar eins mannfjöldi til að hylla hana, og skömmu síðar leigði hún leikhús í París, sem síðan var nefnt eftir henni. Þar náði hún hæst í list sinni, en á því tímabili náði hún einnig hæst í ástum með elskhugum sínum. Hún fór margar ferðir um ýmis lönd Evrópu, og var hvarvetna tekið sem þjóðhöfðingja — einnig að því leyti, að hún var grýtt á a. m. k. ein- um stað, í Odessa í Rússlandi. Jafn- vel Norðurlandabúar, sem létu sjaldnast tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, voru sem heillaðir af henni, og þegar hún sneri heim til Parísar úr sigurförum sínum, bar hún fleiri djásn, sem þjóðhöfðingjar álfunnar höfðu látið rigna yfir hana, en nokkur kona önnur. Einhver komst svo að orði um Söru, að með aðstoð hennar ynni Kölski sína mestu sigra, en þegar hún hafði verið frilla margra stór- menna í París, giftist hún manni, sem nefndur var einhver mesti þorp- ari landsins. Hann hét Jules Paul Damala, glæsilegur maður og purk- unarlaus eins og sjálfur Kölski. Hann var morfín-neytandi, og þau sjö ár, sem hann var kvæntur Söru, veitti hann henni „ekki giftingarhring, heldur kross til að bera“. Svo vesl- aðist hann upp vegna svalls síns og andaðist. f hjúskap sínum beið Sara mest- an ósigur á sviði ástarinnar, en mesta sigurinn vann hún, þegar hún var komin á sextugsaldur. Síðasta ástar- ævintýri hennar var með Edmond Rostand, sem var óþekkt skáld, er þau kynntust. Hún tók hann með sér í langar ökuferðir, og hann las fyr- ir hana leikrit sin og kvæði. Sálir þeirra opnuðust og mættust. Og af þessum fundum þeirra varð Rostand frægur, því að þeir urðu upphafið að L’Aiglon — Arnarunganum. sem fjallaði um son Napoleons mikla — og Cyrano de Bergerac. VIII. Þúsund sinnum lék Sara Bern- hardt dauðastríð í ýmsum leikritum, en orka hennar sem listamanns gerði henni alltaf kleift að leika á dauð- ann. Hún gat unnið af kappi fjórtán eða fimmtán stundir á dag, meðan hraustir menn, sem með henni léku, urðu að leggja árar í bát. Einkunn- arorð hennar var franskt orðtak, sem þýða má með svofelldum orð- um: „Það betra er alltaf andstæð- ingur hins góða.“ Hún varð að lifa áfram, sýna fleiri persónur og mann- leg örlög — unga menn eða gamlar konur, syndara eða frelsara, Hamlet og Tosca, Theodóru og Jóhönnu af Arc — og hún stefndi alltaf eð þvi, að sýning dagsins í dag væri betri en sú í gær. Það var læknum hennar undrun- arefni, hversu lengi hún tórði, því að þótt hún væri veikluleg alla ævi, náði hún 79 ára aldri. Þó hafði hún lengi gengið með sitt dauðamein, því að þegar hún var á miðjum aldri og lék einu sinni Hamlet, hlaut hún byltu og fékk af fótarmein. Svo fór, að meiddi fóturinn tók að styttast smám saman, árum saman, og þetta var svo kvalafullt, að hver stund hennar áleiksviðinu var sífelld þraut. Eitrið í fótlegg hennar læddist smám saman upp eftir honum, og árin 1915, þegar hún var orðin 71 árs, sögðu læknar henni, að fótar- nám yrði óumflýjanlegt.. Hún sam- þykkti, að fóturinn væri tekinn af sér og lét ekki hugfallast. Upp frá því sat hún jafnan í hjólastól, þegar hún lék hlutverk sín, og tign og dýrð raddar hennar og leiktöfrar minnk- uðu ekki, þótt leiksvið hennar væri takmarkaðra. Þvert á móti, því að ástríðuhiti hennar var eigi minni en áður, og menn rifjuðu upp fyrir sér hinztu baráttu annars snillings, tón- snillingsins heyrnarlausa, sem veitti hvað örlátlegast af andagift sinni, þegar hann var þjáðastur. Hún var flutt í hjólastól sínum á fund hermannanna á vígvöllunum árið 1916. Hún skemmti þeim, með- an þeir voru í skotgröfunum. Þeir komust við, þegar þeir sáu hana ör- kumlaða, og innblásnir af hetiuskap hennar héldu þeir til orustunnar. Þegar dauðinn átti loks fund með henni árið 1923, var hún að kanna nýtt svið listar sinnar. Hún hafði gert samning við bandarískan kvik- myndaframleiðanda. En hún var of þjáð til að fara að heiman, svo að hún lék heima í stofu sinni. Og þeg- ar hún gat ekki lengur setið í stól, hvíslaði hún: „Takið myndir af mér í rúminu." Og þá lék hún hinzta dauðastríð ið. Þegar hún var sérstaklega ánægð með eitthvert atriði, sem hún hafði leikið, var hún vön að segja: „Le Dieu était lá.“ Þegar við lítum nú yfir hin miklu leiklistarafrek henn- ar, er viðeigandi, að við tökum und- ir með henni og segjum: „Guð var viðstaddur!“ Rætt við Hi.j J^sdóttur Framhald af bls. 7. hún að klæða barn sitt ungt, er hún va.b flóðsins vör. Þegai komið var yfir fljótið var barnið í öðrum sokkn- um. Já, petta vaj hræðilegt jg a’'æið- ingarnar þó verstar. Þrir bæir tóru í eyði í Álttaveii og tveu i Skaftár- tungu. Aska og sauou' vfir ailt, þar sem áður höfðu veriö ^rænir hagar Þó greri upp úr öskunni næsta ár örlítið, en hún e.vðilagði tennurnar í sauðfénu. Það var óskaplegt ástano. En það mætti svo margt segja um Kötlugosið og afleiðingar þess, að það er ekki hægt að skýra frá því í lítilli blaðagrein og þetta er allt lið- ið, sem betur fer. Að lokum sagði Hildur: Álftaver- ið var strangur uppalandi, þar var enginu leikur að lifa. En lífið er eins og vötnin í Skaftafellssýsiu. Það þýð- ir ekki að fara beint af augum, bá lendir maður í hyljunum. Haldi mað- ur undan straumnum ber mann beint til hafs. Þess vegna er bezt að halda upp í strauminn, leita að vaðinu og vaða á brotinu. — M. Th. -K Ástin ’r.efur orðið fleiri elskendum að bana en hatr 5 þeim heiftræknu. Stóru sálirnar eru eins og alheirn- urinn, þær verða aldrei kannaðar til fulls. Maður getur ekki verið betri en allir aðrir, en maður getur alltaf orð- ið betri en maður er. Fnðrik. þú talar svo mikið, færðu aldrei að segja ne'lt heima hjá þér. Það. seri virðist rétt í dag, getur verið rangt á morgun. Engin peningf upphæð, hversu há sem hún cr. getur komið í staðinn fyrir sanna ást. 14 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.