Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 18
Auður Auðuns. Fædd á ísafirði 1911, dóttir hjónanna Jóns Auðuns
Jónssonar bankaútibússtjóra og síðar alþingismanns, og konu hans
Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1929. Lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla íslands
fyrst íslenzkra kvenna vorið 1935.
Stundaði málflutningsstörf á ísafirði næsta ár á eftir, en hefur
síðan 1940 starfað sem lögfræðingur mæðrastyrksnefndarinnar í
Reykjavík. Er það starf í því fólgið að veita efnalitlum konum
lögfræðilegar upplýsingar og aðstoð á sviði sifjaréttar.
Borgarfulltrúi í Reykjavík síðan 1946. Forseti borgarstjórnar síð-
an 1954, utan árið 1959—1960, er hún gegndi borgarstjórastarfi í
Reykjavík. Hefur átt sæti í borgarráði síðan 1952 og starfað í ýms-
um nefndum á vegum borgarstjórnar, þ. á m. fræðsluráði síðan
1946. Tók sæti á Alþingi 1947 og 1949, sem varaþingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaður Reykjavíkur síðan 1959.
Hefur átt þátt í endurskoðun ýmissa laga og samningu lagafrum-
varpa, aðallega á sviði félagsmála og sifjaréttar^ og starfað að fé-
lagsmálum innan ýmissa kvennasamtaka.
Húsmóðir í Reykjavík síðan 1936. Á 4 börn á aldrinum 8 til 23ja ára.
18
FRÚIN