Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 6

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 6
Frú Hildur tvítug, nýorðin ljósmóðir. upp mynd af starfi ljósmóður í af- skekktu héraði fyrir um það bil 30 árum. En þessi frásögn er ekkert einsdæmi og margar slíkar ferðir við svipaðar aðstæður fór ljósmóðir- in, sem hér um ræðir, Hildur Jóns- dóttir í Þykkvabæjarklaustri í Álfta- veri, á 34 ára ljósmóðurferli sín- um. Hún var gift Sveini Jónssyni frá Hlíð í Skaftártungu og var hann lengst af bóndi að Þykkvabæjar- klaustri, en þar er Hildur fædd og uppalin. Alls átti hún þar heima i 50 ár. Ljósmóðurumdæmi hennar var Álftaver, en einnig gegndi hún víðar á tímabili, m. a. í Meðallandi um 5 ára skeið. Er Hildur lét af ljós- móðurstörfum fluttist hún til Reykja- víkur, en nú hin síðari ár hefur hún verið búsett að Grafarholti í Mos- fellssveit. Þangað sótti blaðamaður „Frúarinnar" hana heim fyrir nokkr- um dögum. Hildur er nú aldurhnigin, komin yfir sjötugt. Hún er ein þeirra kvenna, sem unnið hafa líknarstörf á kyrrlátan hátt, albúin hvenær sem er og hvernig sem aðstæður eru. Ekki einungis fólki, heldur og líka málleysingjum. Um marga skepnuna hefur hún farið fróandi líknarhönd- um, ekki einungis við fæðingar, held- ur einnig þegar margs konar sjúk- dóma hefur borið að höndum. í flest- um tilfellum hefur hún getað bætt úr þrautum þeirra, er í hlut hafa átt. Hildur hefur margþætta lífsreynslu að baki sér og kveðst sjálf horfa yf- ir farinn veg með frið í hjarta, og segist ekki vilja hafa misst af neinu því, er á daga hennar hefur drifið. Ekki einu sinni Kötlugosinu. Hlýju sokkarnir. Hildur rifjaði upp nokkrar gaml- ar endurminningar og hún hafði frá mörgu merkilegu að segja. Talið barst aftur að ferðalögum hennar, er hún var sótt til sængurkvenna. Hún sagði: Mér er minnisstætt eitt atvik, er ég var sótt til konu. Þá þurfti ég að fara yfir Kúðafljót, eins og svo oft kom fyrir. Fylgdarmenn mínir urðu að hrinda hestinum niður í álana, vegna þess að hann var citt- hvað hræddur og svo urðu þeir að halda honum meðan ég komst á bak, vegna þess hve hann brauzt mikið um. f annað skipti vildi það til að ís brotnaði undan hestinum, sem ég reið og við fórum bæði i vökina. Ég ætlaði upp á skörina en þá brotnaði hún undan mér. Þá var ég hrædd- ust um að hesturinn færi ofan á mig í vökinni. En einhvem veginn tókst fylgdarmanni mínum að draga okk- ur bæði upp á ísinn og hvorugt sak- aði. Mér var ákaflega kalt, þegar ég kom á bæinn, þar sem konan beið mín. Ég minnist þess, að móðir kon- unnar, sem var að ala barnið, fór úr sokkunum sínum og klæddi mig i þá heita. Það var notaleg tilfinning að finna ylinn líða um kalda fæt- urna. Það var oft erfitt að komast á milli, en slíkt þýddi ekki að víla fyrir sér. Með Guðs hjálp gekk þetta allt vel. Ég var heppin í starfi, meðan ég var Ijósmóðir. Það kom sjaldan svo alvarlegt atvik fyrir við fæðingar, að ég gæti ekki ráðið fram úr því. Ég lét aðeins tvisvar sækja lækni til konu, meðan ég var ljósmóðir, enda var þar ekki hægt um vik. Á tíma- bili var ekki hægt að ná til læknis fyrr en á Breiðabólsstað og þangað var sex tíma reið. Seinna kom svo læknir á Dyrhólm og svo í Vík. Það var oft sem æðri handleiðsla stjórn- aði mér. Venjulega vissi ég hvað ég átti að gera á réttri stundu. Ég treysti Guði og konurnar treystu mér. Þetta var mín mesta hjálp. Ég hef tekið á móti mörgum börnum. Hjá einni konu tók ég á móti 12 börnum og mun það vera stærsti syst- kinahópur, sem ég hef tekið á móti. Ekki svo að skilja, að konan ætti ekki fleiri börn, það átti hún, en ég tók ekki á móti þeim öllum. Fyrsta barnið, sem ég tók á móti, þá nýtek- in við starfi um tvítugt, var Sigrún Eiríksdóttir í Þykkvabæjarklaustri, nú kona Páls ísólfssonar, tónskálds. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að ég hafi fylgzt með öllum ljósu- börnunum mínum til þessa dags og eru þau þó mörg, og mér finnst ég vera móðir þeirra allra. Þrisvar sinn- um tók ég á móti tvíburum og það gekk vel í öll skiptin. Ég tók líka á 6 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.