Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 23
aðeins gengið, heldur dansaði hún
bókstaflega um gólfið.“
Minou var ..öðru vísi“.
Úr herbergi Minou heyrðist lágt
raul, hún leikur nú sín eigin lög, með-
an Síamskötturinn situr á litlum stól
og hlustar með safírblá augun opin.
„Þetta kvöld fékk Minou mikinn
hita,“ heldur frú Drouet áfram, „og
sofnaði ekki fyrri en undir morgunn.
Þegar hún vaknaði, langaði hana
strax til að hlusta á tónlist. Hún fór
að segja stuttar setningar, og andlit
hennar ljómaði af gleði. Þenna dag
borðaði hún í fyrsta skipti með mik-
illi lyst allt, sem við settum fyrir
hana, og við móðir mín fórum að
Minou var fjögurra ára gömul, þeg-
ar Claude Drouet fann hana sem
ósjálfbjarga vesaling í barnaheimili.
Þegar Minou var orðin átta ára, skrif-
aði hún píanó-kennslukonu sinni, að
hendur sínar væru fullar af tón-
list, jafnvel þegar þær lægju að-
gerðarlausar í kjöltu hennar.
trúa á kraftaverkið. Við grétum af
gleði.“
Ég tautaði eitthvað um, að það
hljóti að hafa verið dásamlegt að sjá
sjúkt barnið vakna sem af martröð
og hegða sér eðlilega, og þá brosir
frú Drouet.
„En það var nú einmitt það, sem
hún gerði ekki,“ segir hún. „Áður
hafði hún verið „öðru vísi“ eins og
vangefin börn eru venjulega^ en nú
varð hún „öðru vísi“ á allt annan
og einkennilegan hátt ... Eftir hálf-
an mánuð var hún bæði læs og skrif-
andi, hún gat gengið og hafði furð-
anlegan áhuga fyrir tónlist eftir
aldri. Þetta varð til þess, að hún var
send til tónlistarkennara og tók þar
skjótt miklum framförum. Minou
skrifaði píanókennaranum sínum
fyrsta bréfið, þar sem hún talaði um,
að hendur sínar væru fullar af tón-
list, þótt þær hvíldu aðgerðarlausar
í kjöltu hennar, og brátt varði Minou
miklum hluta dagsins til að skrifa
fólki, sem henni féll vel við.“
Átta ára gamalt undrabarn.
„Var það með þeim hætti, að rit-
höfundarferill hennar hófst?“
„Já, einmitt. Frú Lucette, píanó-
kennarinn hennar, sýndi sum bréfin
prófessor, sem er meðlimur frönsku
akademíunnar, og hann varð svo
hrifinn af þeim, að hann fékk þau
útgefandanum René Julliard, sem
gaf nokkur bréf og kvæði út í bók-
inni „Tré — vinur minn“.“
Ég man vel þá hrifningaröldu, sem
fór um bókmenntaheim Frakklands,
þegar Minou litla, aðeins átta ára,
birtist allt í einu sem skáld. Blöðin
skrifuðu mikið um undrabarnið, og
miklar umræður áttu sér stað um
það, hvort um svik og pretti væri að
ræða, því að ótrúlegt þótti, að barn-
ið gæti samið bréfin og kvæðin, sem
henni voru kennd. Teknar voru
nokkrar tilvitnanir úr bréfum Minou
til að færa sönnur á ótrúlegan þroska
hennar og gáfnafar: „Stjörnurnar
renna eins og tár niðux slétta vanga
næturinnar“ — „Ég hef ást á trján-
um, því að þau eru íklædd kyrrð”, og
„Dauðinn er enginn endir, hann er
aðeins öðru vísi titringur."
Gerð var skurðaðgerð á augum
Minou í fyrsta skipti, þegar hún var
sjö ára. Hún var þá alveg blind á
öðru auganu, og sá aðeins óljóst með
hinu. Telpan var viti sínu fjær af
hræðslu við, að hún gæti kannske
aldrei séð framar.
„Augu mín eru ekki lengur augu,“
skrifaði hún frú Lucette. „Þau eru
hendur, sem seilast eftir öllu, sem
hefur verið hamingja þeirra. Þær
vita um eplatréð, um skjálfandi
blóm kirsuberjatrésins og um mýkt
loðsilkisins. Tvær hendur, sem vilja
vernda þetta vor, sem ef til vill
dansar fyrir þær í síðasta sinn.“
FRÚIN
23