Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 24
Hún er örlítið tileygð.
En aðgerðin tókst ágætlega. Minou
sér vel nú, enda þótt hún sé örlítið
tileyg á öðru auga. „Vinstra augað,
greyið, leitar alltaf í áttina til nefs-
ins, eins og hestur, sem leitar til
hesthússins,“ segir hún um þetta.
Það kemur einnig fyrir, að hún sjái
tvöfalt, en hún segir, að það geri svo
sem ekkert til.
Það er aðeins, „að augun marg-
falda stundum með tveim,“ eins og
hún kemst að orði um þetta.
„Langar yður til að sjá herbergið
hennar?“ segir frú Drouet og er þeg-
ar lögð af stað.
Þetta litla herbergi, sem snýr fram
að garðinum, er eins og sælgætis-
askja, sem er bólstruð og skreytt
skeljum. Allt er í ætt við sjóinn,
veggfóðrið, sem Minou hefur sjálf
teiknað, er skreytt fiskum, þara,
þangi, krossfiskum og sniglum. Við
einn vegginn stendur skápur með
brúðum í þjóðbúningum, dýrum og
alls konar verndargripum.
„Þetta eru gjafir, sem Minou hefur
fengið í ýmsum löndum, þar sem
hún hefur komið fram,“ segir frú
Drouet. „Og getið þér hugsað yður,
hún er þegar búin að fá allmörg hjú-
skapartilboð.“
Próf hjá hithöfundum.
„Og hvað segir hún sjálf við öll-
um þessum látum?“
„Hún lætur sig það litlu skipta,
finnst eiginlega, að þessir menn
hljóti að vera eitthvað skrítnir.
Hún hefur enga skemmtun af
gullhömrum, og verður þess strax
vör, ef fullorðnir eru ekki einlægir
við hana. Minou fær fjölda bréfa.
Þegar hún hélt hljómleika á Ítalíu,
var skrifuð um hana blaðagrein, sem
hún svaraði. Hún fékk 4000 bréf frá
lesendum, en hún gerir sér alls ekki
grein fyrir, hvað sigur er ...“
Sigur? Sjaldan hefur ung stúlka
unnið eins mikinn alþjóðasigur og
Minou Drouet. Hún hélt áfram að
skrifa eftir augnaaðgerðina. Henni
var boðið i sjónvarpið í London í eins
konar próf, og með aðstoð túlks
svaraði hún skynsamlega öllum
spurningum, sem fyrir hana voru
lagðar, en jafnframt las hún kvæði,
sem hún hafði ort um Tempsá. Ensku
gagnrýnendurnir voru stórhrifnir.
í París gekk hún undir próf hjá
félagi franskra rithöfunda og tón-
skálda. Minou var læst inni í her-
bergi með blað og blýant og átti að
hafa lokið við kvæði eftir hálfa
klukkustund. Hún kaus að yrkja um
himinn Parísar, sem „hvassar tenn-
ur kirkjuturna bíta í.“ Enginn vafi
lék á, að Minou hafði sjálf ort kvæð-
in, sem henni voru eignuð, og jafn-
vel hinir vantrúuðustu urðu að
beygja sig.
Teiknar og sýnir kjóla.
„Getur þú ekki hætt þessum há-
vaða, Bibigue (kiðlingur)?" kallar
frú Drouet til dóttur sinnar. „Komdu
heldur hingað sem snöggvast.“ Kiðl-
ingur kemur dansandi inn, augun
ljóma og hendur og fætur á sí-
felldu iði. „Langar yður til að sjá
síðustu kjólana, sem ég hef teiknað?"
segir hún og tekur fram möppu með
lituðum uppdráttum fyrir barnakjóla-
sýningu. „Minou teiknar telpukjóla
fyrir barnafataverzlun Blockbræðra,“
segir móðir hennar, „og hún sýnir
kjólana sjálf.“
„Hvernig verðu deginum?" spyr
ég Minou.
Hún hallar undir flatt og telur
stundirnar á fingrum sér. „Ég fer
á fætur klukkan átta, og þá borða
ég ógurlega mikið af grænmeti og
ávöxtum, en kaffi eða því líkt vil ég
ekki. Svo verð ég að taka til við
skólalærdóminn, því að ég er í bréfa-
skóla.“ í fyrsta skipti auðsýnir Minou
greinilega hreykni yfir afrekum sín-
um. „Ég er efst í stærðfræði og
þriðja í öðrum greinum.“
„Minou ferðast svo mikið og lifir
svo óreglulegu lífi, að hún getur
ekki gengið í venjulegan skóla,“ seg-
ir móðir hennar til skýringar. „Hún
gengur þó undir próf einu sinni á
ári.“
Oft lítið um hvíld.
Minou grípur óþolinmóðlega fram
í fyrir henni. „Látum það vera núna.
Jæja, ég les námsgreinarnar, og mér
fellur bezt við stærðfræði, tungu-
mál og listasögu, og svo verð ég að
fara í spilatíma. Það er líka ég, sem
kaupi mest í matinn, ég fer oftast á
markaðinn, og þar þekkja allir mig
og eru góðir við mig, svo að mér eru
oft gefin blóm eða ávextir. Þegar
máltíð er lokið, segir mamma, að
ég eigi að hvíla mig, en það verður
nú heldur lítið úr því, af því að ég
hef svo mikið að gera síðdegis. Þá er
tími í gítarleik og stærðfræði, og
svo verð ég aftur að fara að læra
námsgreinarnar, og loks fer ég í
akrobatik og danstima. Og ef ég á að
hafa tóm til að spila dálítið sjálfrar
mín vegna og skrifa, þá er allt í
einu komið kvöld, og mamma heimtar
að ég hátti ekki seinna en klukkan
hálfníu.“
„Þegar Minou heldur hljómleika
og kemur ekki heim fyrri en um
miðnætti, fer hún ekki á fætur fyrri
en um hádegið næsta dag,“ segir
móðir hennar.
„Er enginn, sem þú getur leikið
þér við, Minou?“
„Jú, það er hann Jean. Hann er
aðeins tíu ára, en hann er ansi snjall
drengur. En annars hef ég mesta
skemmtun af að tala við fullorðna og
helzt þá, sem vita mikið.“
Vill verða verkfræðingur.
„Og hvað hefur þú hugsað þér að
verða?“
Svarið kemur samstundis. „Mig
langar til að verða verkfræðingur og
hafa kjarnorkuvísindi fyrir sér-
grein.“
„Minou hlýtur að vera efnuð,“ segi
ég í gamni við frú Drouet, „úr því að
hún hefur haft svona miklar tekjur
undanfarin ár?“
„Yður skjátlast algerlega. Það, sem
hún fær fyxir bækur sínar, er geymt
þar til hún verður 21 árs, og það er
í raun réttri ekki mikið. Megnið af
því, sem hún fær fyrir hljómleika og
kvikmyndir, sjónvarp og grammófón-
plötur, xennur til uppeldis hennar og
klæðnaðar. Hana hefur árum saman
langað mjög til að eignast almenni-
legt hljóðfæri, en hún hefur orðið
að láta sér nægja píanó, sem ég
keypti notað.“
Ósagt skal látið um það, hvort
Minou er enn „undrabarn“ eða hvort
hún lifir aðeins á fornri frægð, en
víst er, að hún er óvenjulegum gáf-
um gædd — en það eru svo mörg
börn í heiminum. Hún segir mér, að
hún vinni að fyrstu skáldsögu sinni,
sem fjallar um litla, blinda telpu,
sem „uppgötvar“ þorpið, sem hún
býr í, með fingurgómum sínum.
Ef skáldsögunni verður vel tekið,
heldur hún væntanlega áfram á
þeirri braut. Ef til vill verður skáld-
sagan misheppnuð, ef til vill met-
sölubók. Minou er ekkert að velta
því fyrir sér, hún er enn of mikið
barn til að hugsa um ritlaun og
ban kainnistæður.
Rétt í þessu lætur hún köttinn Heru
hringa sig um hálsinn á sér. „Finnst
yður ekki, að ég eigi fínasta loð-
kraga í heimi?“ segir hún svo og
hlær. Hera lokar augunum og malar
sitt eigið kattarlag inn í vinstra eyrað
á húsmóður sinni.
>f
24
FRÚIN