Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 31

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 31
að eilífu, þegar hún gat stigið dans fram á morgun. Það þarf hugrekki, til að horfast í augu við þá stað- reynd, og meira til. Það kostar stund- um baráttu að kannast við aldur sinn. En hver fær rönd við reist? Hver kynslóð verður að víkja fyrir þeirri næstu, hverfa úr bjarma sviðsljós- anna og í skuggann. Frelsaðu mig frá að verða skraf- hreifin og einkum frá þeim ör- lagaþrunga ávana, að ég verði að segja eitthvað um hvert um- ræðuefni við hvert tækifæri. Jæja, þetta á nú ekki sérstaklega við um háan aldur. Þetta er ofur venjulegur, kvenlegur brestur, sem jafnvel sex ára telpur gera sig sek- ar um. Ég þekki unga ekkju, sem á telpu í fyrsta bekk. Einu sinni fannst telpunni nauðsynlegt að skjóta inn í, þegar móðirin sat á tali við mann, sem felldi hug til hennar. „Mamma,“ sagði hún, „gerir þú þér ljóst, að herra X er eini maðurinn, sem hefur heimsótt okkur oftar en einu sinni?“ Losaðu mig við að þylja endalausa smámuni. Á þessum aldri er ekki ástæða til að refsa neinum fyrir lausmælgi, en ef til vill væri rétt að minna yngis- meyjar á fáein viturleg orð, sem einn af forsetum Bandaríkjanna lét sér einu sinni um munn fara. Hann hét Calvin Coolidge, og hann var maður frægur fyrir að vera gersneyddur mælgi. Afstaða hans kom fram í eftirfarandi orðum: „Ég gerði mér þess grein snemma á ævinni, að ó- þarfi er að gefa skýringar á því, sem maður hefur ekki látið sér um munn fara.“ Þetta eru tvímælalaust viturleg ummæli, en sjálfri finnst mér, að erfitt sé að ráða við löngunina til að rjúfa þögn, sem skyndilega legst yfir stofu eins og þung ábreiða. Það hryggilega er, að þau orð, sem sögð eru, eru að öllum jafnaði ekki þess andardráttar virði, sem nauðsynleg- ur er til að segja þau. Hinn grikkur- inn, sem of skrafhreifnum gesti er gerður, er sá, að allir aðrir viðstadd- ir þegja. Eins og í hverjum leik, sem fer að réttum leikreglum — og sam- ræður eru í rauninni ekkert annað — verður hver að fá sitt tækifæri til að komast að. Losaðu mig við þá áráttu, að vilja endilega finna Iausn á öll- um vandamálum annarra. Mér finnst, að þetta sérstaka at- riði þarfnist nokkurrar íhugunar. Þegar aldurinn færist yfir mann, verður líf sjálfs manns venjulega svo einfalt og hnökralaust, að maður hefur tilhneigingu til að fara að vafstrast í vandamálum annarra manna. Það getur leitt til alvarlegr- ar áhættu og að maður festist í sín- um eigin vef, einkum ef um hjú- skaparvandamál er að ræða, sem nauðsynlegt er að finna lausn á. Flestir okkar hafa vafalaust ein- hvern tíma hitt eiginkonu, sem finnst, að henni hafi verið ýtt til hlið- ar eins og gömlum skóm, sem fleygt hefur verið. Hún skýrir frá því, hversu grimmlyndur eiginmaður PRÚIN 31

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.