Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 32
hennar sé, og fer um hann mörgum
illum orðum. Margar konur leggja
ekki aðeins við hlustirnar til að láta
í ljós samúð sína, heldur taka jafn-
vel undir með henni, segja í heimsku
sinni, að hún hafi á réttu að standa
í öllum efnum. í einu vetfangi hefur
tekizt að ssetta og sameina eigin-
mann og konu, en eiginkonunni
gleymist, að það var hún en ekki þér,
sem sagði allt hið ljóta og viðbjóðs-
lega um manninn hennar! Ef til vill
er hyggilegast að haga þessu eins
og ég hef farið að upp á síðkastið.
Ég legg við hlustirnar og segi síðan:
„Jæja, einmitt það. í þau skipti,
sem ég hef hitt hann, hefur mér allt-
af fundizt hann mjög geðfelldur
maður.“ Þetta er vitanlega ekki algild
og örugg aðferð, en það er heldur
ekki hægt að ætlazt til þess, að mað-
ur fái vinning í hvert skipti.
Gerðu mig hugsi en ekki þung-
lynda, hjálpfúsa en ekki ágenga.
Mér finnst illt, að ég skuli ekki
beita allri lífsreynslu minni, sem
er mikil. — En þú veizt, Guð,
að ég vil gjarnan halda í fáeina
vini mína fram á hinzta dag.
Það er staðreynd, að maður þarf
ekki endilega að vera hyggnari en
einhver annar af því, að maður hef-
ur lifað lengur, en ég er sannfærð
um, að maður kemst ekki hjá því að
uppskera nokkra vizku af reynslu
sinni. Og það er skammarlegt, ef
maður eys ekki af þeirri reynslu öðr-
um til hagsbóta. Aðrir ættu að geta
lært af slíkum heimskupörum, svo
að þeir geti forðazt að lenda í hinu
sama. En ef til vill er betra að fá að
vera laus við afskipti annarra og
láta þá einnig afskiptalausa. Þegar
á allt er litið. lærir maður einungis
af sínum eigin vitleysum, og þar
að auki óskum við að eignast eins
marga vini og kostur er. Ég er engin
undantekning þeirrar reglu.
Forðaðu mér frá að lýsa ein-
Iægum og endalaus smámunum.
Gefðu mér vængi, svo að ég kom-
ist að kjarna málsins.
Það fólk er að sjálfsögðu til, sem
hefur miklar mætur á mærð og orð-
skrúði, og það er líka hverju orði
sannara, að margir kunni dásamlega
að koma fyrir sig orði, en ef maður
kemur að meginatriðinu alltof fljótt,
getur það orðið til þess, að sagan
missi gildi sitt að verulegu leyti. Tök-
um til dæmis leigubílstjóra. Fáir
þeirra eru fáorðir menn, en sumar
þeirra sagna, sem þeir segja, eru
vissulega tvöfalt meira virði en það
gjald, sem þeir setja upp fyrir bif-
reiðarleiguna.
Ég viðurkenni, að það er aðalatriði
sögunnar, sem áheyrendur hafa á-
huga fyrir, og þessu aðalatriði eiga
aðeins að fylgja nokkur hnitmiðuð,
augljós skýringarorð. Einkum ber að
forðast að segja: „Svo sagði hann
við mig, að hann hefði sagt .... “
Lokaðu vörum mínum, svo að
þær tali aldrei um sársauka
minn eða vanlíðan. Hvort
tveggja er í vexti, og löngim
mín til að skýra frá því, fer í
vöxt eftir því sem aldurinn fær-
ist yfir mig.
Það er mjög miklum erfiðleikum
bundið nú á tímum að tala ekki um
alls konar sjúkdómseinkenni sín, því
að eiginlega eru allir nú orðnir eins
konar töfralæknar í tómstundum.
Sjúkdómseinkenni, sem fyrr voru að-
eins — og með nokkru hiki — rædd
í lækningastofu, eru nú höfð öllum
til sýnis. Sumum finnst, að mannorð
sitt liggi við, að þeir viti sem nánast
um blóðþrýsting sinn og geti borið
hann saman við blóðþrýsting ann-
arra, sem hafa hann enn hærri. Dag-
blöð og vikublöð birta dálka um
sársauka og alls konar tilkenningar
og nægar upplýsingar um, hvaðan
slíkt stafi, til þess að almenningur
geti áttað sig nokkurn veginn á því,
sem að amar. Nú talar enginn um
venjuleg veikindi með algengum
nöfnum, því að menn þekkja sjálf
vísindaheitin, og engum kemur til
hugar að fá snert af inflúensu. Nú
gildir ekkert minna en vírus-sjúk-
dómur.
(Ég er annars að velta því fyrir
mér, hvað geti verið að mér í vinstri
olnboga. Ég rak mig að vísu á í
morgun, en ég er viss um, að það er
bursitis. Ef ég ætti heima í Banda-
ríkjunum, gæti ég opnað sjónvarps-
viðtækið og fengið þar læknisráð!)
Ég bið um styrk til að hlusta á
frásagnir af sjúkdómseinkennum
annarra. Hjálpaðu mér að stand-
ast þá reynslu með þolinmæði.
Þetta var hryllilega leiðinlegt heit.
Það er sannast sagna hroðalegt,
Ég bið um styrk
til að lilusta á
frásögn um þján-
ingar annarra.
32
FRÚIN