Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 7
móti barni, sem móðirin fæddi í
mislingum. Það kom fyrir tímann og
ég hafði það í rúminu hjá mér. Það
fór allt vel og barn og móðir lifðu
þótt læknir væri ekki sóttur.
— Hver voru laun ljósmóður á
þessum tíma?
— Þegar ég byrjaði sem ljósmóðir
voru launin um 70 krónur á ári, en
voru komin upp í 500 krónur þegar
ég hætti. En mín beztu laun voru
þau, að fara frá konu og barni báð-
um heilbrigðum.
— Höfðu þér góðar aðstæður á
heimilinu til að sinna ljósmóðurstörf-
um?
— Ég veit ekki. Ég átti sjö börn
og oft var um 20 manns í heimili hjá
mér. Eitt sinn fimm gamalmenni,
sem öll dóu hjá okkur hjónunum.
Það voru ömmurnar báðar, tengda-
móðir mín og foreldrar mínir. Það
var vissulega mikið veikindastríð,
og einnig mikið að gera, en ég hefði
ekki viljað verða án neinnar þeirrar
reynslu, sem ég hef fengið. Það var
vissulega harður skóli, en góð fóstra.
— Hvað með félagsstörf?
— Ég stofnaði kvenfélag í Álfta-
veri, það heitir „Framtíðin“ og ég
var formaður þess. Þegar ég fluttist
burtu, sendu konur og húsmæður úr
Álftaveri mér skrautritað þakkará-
varp og gáfu mér einnig gullúr með
áletrun.
Kötlugosið.
— Þér munið eftir Kötlugosinu?
— Ætli það ekki, ég var þá 28 ára.
Katla gaus 1918. Við bjuggum þá í
Hlíð í Skaftártungu, en þar hófum
við búskap. Já, Katla byrjaði að
gjósa 12. október það ár, og ég hugsa
að enginn, sem upplifði það gleymi
því. Fólkið ætlaði að fara að borða
nónmatinn, þegar stúlkurnar komu
hlaupandi inn og sögðu að það heyrð-
ist svo mikið sjávarhljóð að undrun
sætti. Ég spurði hvernig þeim dytti
í hug að það heyrðist sjávarhljóð
alla leið upp í Skaftártungu, en fór
samt út með þeim. Þegar ég kom út
heyrði ég drunurnar, sem líktust
helzt sjávarhljóði. Mér varð þá að
orði: „Guð almáttugur, Katla er
byrjuð að gjósa, hún er að fara aust-
ur úr Hólmsá,“ og það var orð að
sönnu. Skömmu seinna sáum við eld-
glæringarnar og fundum jarð-
skjálftann. En fólkið trúði mér ekki,
taldi þetta vera þrumuveður með
eldingum, nema tengdamóðir mín.
Hún sagði, að ég myndi hafa rétt fyr-
ir mér. Um kvöldið fengum við svo
sannar fréttir af því að Katla væri
FRÚIN
Nú, er þú flytur burt úr
sveitinni, viljum við með
þessum línum þakka þér af
alhug happarík og farsæl
ljósmóðurstörf um 30 ára
skeið, hér í hreppi, ásamt
margvíslegri aðstoð og hjálp
í ýmsum sjúkdómstilfellum
og fleiru. Einnig þökkum
við þér örugga forustu í
kvenfélagi sveitarinnar. —
Árnum við svo þér og þínu
vandafólki farsældar og
blessunar á ófarinni æfileið.
Konur og húsmæður
í Álftavershreppi.
gosin. Um nóttina kom öskufallið.
Daginn eftir var allt svart og dimm-
an mökk lagði yfir og drunurnar
gengu óslitið. Katla gaus samfellt í
þrjár vikur og eftir fyrsta daginn
voru dagarnir hver öðrum líkir, þar
til hún féll niður. En nóttina eftir
að hún hætti að gjósa var óttast
hraunrennsli og margir vöktu þá
nótt. En það rann aldrei hraun, það
var eingöngu vatn og ís sem rudd-
ust fram. Svo mikið af ösku og sandi
ruddist til sjávar í gosinu að skip
strandaði þennan vetur á svonefnd-
um Kötlutanga, þar sem það hafði
fiskað á 40 faðma dýpi veturinn áð-
ur. Aska og sandurinn fylltu öll gil,
farvegi lækja og ár. Tungufljót flóði
yfir miklar engjaspildur, sem aldrei
hafa komið upp aftur.
Engin slys á mönnum.
Það var mikil handleiðsla Guðs að
ekki urðu slys á mönnum, en þar
skall þó hurð nærri hælum. Bónd-
inn í Hrífunesi ætlaði að fara í rétt
í Álftaveri. Hann heyrði þrumurnar
og lætin en leit ekki við fyrr en
hann var kominn yfir Hólmsá, þá
sér hann himinháan vegg fyrir vest-
an sig. Hann áttaði sig strax og
hljóp hvað hann mátti til baka og
yfir Hólmsá, en er hann er kominn á
stöpulinn milli brúnna kom flóðið
og þreif fremri brúna af, sem hann
hafði verið á. Hann hljóp yfir hinn
helminginn og varð síðasta spölinn
að vaða sér í hné. Er hann var kom-
inn upp í brekku skammt frá ánni,
lítur hann við og þá var öll brúin
farin. Piltar frá mér voru vestur á
söndum með fjárrekstur. Þegar þeir
voru á móts við Laufskálavörðu
varð eitt lambið latgengt og sneri
einn mannanna við til að huga að
því. Sér hann þá ósköpin, sem eru
að ryðjast fram á hæla þeim. Þeir
hleyptu upp á líf og dauða austur í
Skálmarbæjarhraun, sem stendur á
hæð og náðu þangað. Einnig gat einn
þeirra riðið upp á háan hól og veif-
að til þeirra, sem biðu eftir safninu
við réttina og hrópað til þeirra:
„Katla er að koma!“ Þeim tókst einn-
ig að ríða undan gosinu, með naum-
indum þó, heim að Hjáleigu og
Þykkvabæjarklaustri. Daginn eftir
var djúpt gljúfur þar sem réttin stóð
áður. Þó undarlegt megi virðast,
bjargaðist um helmingur fjárins. Á
Söndum, sem standa í Kúðafljóti,
bjargaðist húsfreyjan nauðuglega
með heimilisfólk sitt yfir fljótið. Var
Framhald á bls. 14.
7