Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 21
Vijava Lakshmi Pandit, hin dáða
systir Nehrus, forsætisráðherra Ind-
lands er eina konan, sem gegnt hef-
ur embætti formanns seendinefndar
hjá Sameinuðu þjóðunum. Hinir
margháttuðu mannkostir hennar og
dugnaður réðu mestu um það, að
hún var komin í þá stöðu, sem hún
gegndi, en ekki það, að hún er systir
Nehrus. Hún varð fyrsta kona,
sem gegndi ráðherrastörfum á Ind-
landi, en í slíkt embætti var hún
skipuð 1957, en eftir það var hún
fulltrúi þjóðar sinnar, sendiherra í
Moskvu, Washington og London.
Það er góð sönnun á því áliti, sem
bróðir hennar hefur á henni, að hún
skyldi sett sendiherra hjá þeim þrem
þjóðum, sem áhrifamestar hafa ver-
ið í heiminum eftir lok síðari heims-
styrjaldarinnar.
wL Ai
• ’ Já » ’ w 'Æ W> 'Mi M M M \
.
Frú Sjang Kai-sjek hefur staðið við hlið manns síns
um 34ra skeið, en hann hefur verið leiðtogi Kínverja,
marskálkur og forseti Kína, þann tíma, og með honum
hefur hún þolað súrt og sætt, því að á ýmsu hefur geng-
ið fyrir þeim, eins og kunnugt er, ekki sízt síðustu árin.
Faðir hennar, Sung að nafni, kom fátækur maður til
Bandaríkjanna, en varð fljótt auðugur fyrir elju sína
og dugnað. Dætur sínar þrjár setti hann til mennta í
Bandaríkjunum, en síðan skildu brátt leiðir. Ein er
kona forsetans á Formósu, önnur, frú Sun Jat-sen, vara-
forseti kommúnista í Peking, og sú þriðja býr með
manni sínum á Langey við New York.
Elisabeth Schwarzhaupt hefur brátt verið þingmaður
í sambandsþinginu þýzka í Bonn í átta ár, og hún lætur
einkum málefni kvenna til sín taka. Hún telur eðiilega,
að hún geti ekki síður tekið til máls af sanngirni og
viti en karlmennirnir, þegar þingheimur ræðir um hjú-
skaparmál, fjölskyldu og vandamál æskulýðsins. Er sér-
staklega tekið til þess, að þessi 61 árs gamla kona, sem
er doktor í lögfræði og áhrifamikil innan evangelísku
kirkjunnar í Vestur-Þýzkalandi, talar aldrei neina tæpi-
tungu. Hún er að því leyti eins og hinar hörðu baráttu-
konur fyrri tíma, sem sóttu rétt sinn í hendur karla.
Hún er eina konan, sem gegnir ráðherraembætti í Bonn.