Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 4

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 4
Jeg sendi „Frúnni“ og lesendum hennar beztu nýjárs- kveðjur og árnaðaróskir. Nafnið ber það með sjer, að blað- ið er einkum ætlað húsmœðrum. Jeg tel það æskilegt, að þessi tilraun til nýs kvennablaðs takist vel. Útgáfukostnaður er vafalaust mikill, og framtíðin undir því komin, að vel takist um efnisval. Ritstjórnin mun kosta mikla vinnu og smekkvísi. Mestu varðar um hið íslenzka efni. Konur hafa frá mörgu að segja, ef þær fá sig til að stinga niður penna. Og frásagnar- og samtalslistin bregzt þeim ekki, konunum, sem varðveitt hafa heimilismenninguna og þjóðmenninguna að nokkru leyti um aldir, sagt börnum sínum sögur og blandað geði við gesti og nágranna. Lífsreynsla þeirra er líka œrið fjölskrúðug. Sama máli gegnir og um heimilisstörf húsfreyjunnar. Þau eru bœði margbreytt og sundurleit. Jeg hygg að jeg gangi ekki á hlut okkar góðu manna, þó jeg segi, að kvennastörfin sjeu yfirleitt mun f jölbreyttari en störf karlmannanna utan stokks. Og veita góðan og alhliða þroska, þegar vel er á háldið. Til alls þessa þarf kvennablað að taka tillit, og get- ur þá orðið þjóðinni til gagns og blessunar. fycrrou J'J&yUcU'h • FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.