Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 5
STÍGANDI
Janúar—marz 1944---------------------II. ár, 1. hefti
BRAGI SIGURJÓNSSON:
LEITAÐ AÐ LEIÐUM
Nú, þegar fullvíst má telja, að landsmenn taki innan skamms
í orði og á borði öll sín mál í eigin liendur, er eðlilegt, að þeir
stjaldri við og íhugi, hvernig bezt og farsællegast verði fram hald-
ið þeim nýja kapitula í sögu þjóðarinnar.
Um tvennt ættum við þegar að geta verið sammála: Sjálfstæði
þjóðarinnar á að verða meira en nafnið tómt, það á að verða —
eftir því sem framast er unnt — sjálfstæði allra landsmanna, og það
á að valda nýjum vexti, nýrri grósku í þjóðlífi voru, meiri grósku,
ef vel á að vera, en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar.
Hvernig verður þessu náð? Hér verður ekkert fullnaðarsvar
við slíku gefið. Það er skylda allra skyni borinna manna að reyna
sjálfir að gera sér sem gleggsta grein fyrir slíku, en hins vegar
hverjum hoílt að heyra eitthvað um annarra skoðanir. Því er
þetta mál reifað hér.
Enn mun því óhvundið, að traustustu súlurnar, sem rennt verði
undir stjórnskipulag hverrar þjóðai', séu frelsi, jafnrétti og
brœðralag. Frelsi í hugsun, efnahag og athöfnum, jafnrétti til
menntunar, atvinnu og afraksturs, bræðralag eða skilningur og
og samstarf einstaklinganna um þessi atriði, skilningurinn á því,
að það, sem heildinni er fyrir beztu, er bezt fyrir einstaklinginn,
og það, sem er einstaklingnum raunverulega fyrir beztu, er bezt
fyrir beildina — og samstarf um að ná þessum heildarhag sem
fyrst og bezt.
Offrelsi þeirra máttarmeiri og ríkari er þjóðfélaginu hættulegt.
Það skapar ágirnd, því að mikið vill meira. Vanfrelsi er einnig
1*