Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 6

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 6
4 LEITAÐ AÐ LEIÐUM STIGANDI hættulegt, því að það skapar hatur. Hér verða tvö andstæð skaut, sem sífellt valda meira og minna óeðli í þjóðlífinu. A£ sömu ástæðu er jafnréttið nauðsynlegt. Því meira ójafnrétti, sem ríkir innan þjóðfélagsins, því meira ósamþykki. En hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, getur varla vænzt þess að verða vel reiðfara. Þegar menn athuga óhlutdrægt flokkastarfsemina í landinu undanfarin ár og á líðandi stund, getur varla farið hjá því, að þeim finnist þar margt hafa farið og fara miður úr hendi. Sú hel- stefna virðist nú um lengri tíma hafa verið ráðandi, að draga sem skírast fram sérhagsmuni stétta og hópa og hvaða tjón þær og þeir bíði við þessar eða hinar aðgerðir eða framgang hagsmunamála annarra hagsmunahópa. Meginkennisetning hvers flokks virðist hafa verið: Deilum og drottnum. Af þessum sökum hefir starf flokkanna oft orðið neikvætt og skapað hatur og blindni milli manna og stétta annars vegar, hins vegar óánægju og fyrirlitningu þeirra, sem sjá gegnum þennan blekkingavef. Óánægjan með ríkjandi flokkaskiptingu og flokkastjórnir kem- ur fram í ýmsum myndum. Sumir telja flokkaskiptingu úrelt og óhæft fyrirkomulag í nútímaþjóðfélagi, aðrir eru einungis ó- ánægðir með þau mörk, er flokkarnir skiptast um. Og svo hafa flokkar klofnað og ný flokksbrot myndazt, án þess að nokkuð ynnist við það — nema aukinn glundroði. Vafalaust fjölgar þeim sífellt, er sjá, að meginbölið er ekki flokkaskiptingin, heldur hvernig flokkastarfsemin er rekin. Hvernig væri nú, ef flokkarnir hæfu starfsemi sína í hinu nýja íslenzka lýðveldi þannig, að bindast samtökum, sem þeir héldu, um að reyna að yfirsýn beztu og vitrustu manna sinna að setja alltaf hag heildarinnar ofar hag stétta og yfirgangssamra ein- staklinga? Þegar allt kemur til alls, er hagur heildarinnar hinn raunsanni hagur einstaklinga og stétta í svo samvirkum þjóðfélög- um og nútímamaðurinn lifir í. Einni stétt verður tæpast sýnt ranglæti og misréttur, svo að það bitni ekki á hinum í einni eða annarri mynd. Hins vegar hlýtur menn alltaf að greina á um leiðir að marki í þjóðfélagi, þar sem frjáls hugsun og athafna- frelsi eru viðurkennd réttindi einstaklinga, hagsmunir og skoð- anir hljóta að deilast, og því er flokkaskipting eðlileg, en ekki til að ríða rembihnút á mál manna, heldur til að sækja mál og verja með drengilegum ráðum. Hugsum okkur, hvað margt mundi breytast til betri vegar, ef flokkarnir vildu í einlægni láta svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.