Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 39

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 39
STIGANDI FEÐGININ I MIKLAGARÐI 37 hafði verið í nágrenni Miklagarðs. Hún var minnug og talaði oft um feðginin í Miklagarði, einkum Elínu, sem var ljósmóðir tveggja barna hennar. Minntist hún Elínar jafnan með lotningu og þakklæti. Jafnframt talaði hún um það, að aumt væri til þess að vita, að engin kona ætti nú lausnarsteininn. Þegar einhver ef- aðist um það, að lausnarsteinninn væri til, þá sagði hún, að hann gæti eins verið til og óskasteinninn og hulinshjálmssteinninn. Við því var ekkert að segja. Hún var barn síns tíma. Hún var þá spurð að því, hvort hún hefði séð lausnarsteininn hjá Elínu. Nei, engin kona hafði fengið að sjá hann, svo að hún vissi til. Þær hefðu þó fundið það konurnar, ef Elín hefði lagt steininn í lófa þeirra? „Það er ekki víst, að þær hafi þurft að halda á steininum. Hún hefir máske haldið sjálf á honum," sagði gamla konan. Hún sagð- ist hafa sagt við Elínu, að sér fyndist þrautirnar hverfa undan höndum hennar, og það segðu svo margir. Þá hafði Elín svarað brosandi og hógvær: „Ég veit það. Mér hefir verið sagt það, að hendur mínar geti dregið úr þrautum. En ég má gæta þess, að það verði ekki svo mikið, að það trufli sótt- ina." Þetta var sú eina setning, sem konan hafði eftir Elínu, enda hafði hún verið fáorð og hljóðlát í framkomu. Elín var sögð fríð kona og sérstaklega viðmótsgóð við alla. Hún var svo hörundsbjört, að orð var á gert. Gjöful þótti hún og góð- gerðasöm. Aldrei tók hún eyri hjá konum þeim, sem hún sat yfir. Þar að auki gaf hún öllum fátækum konum prjónaðan þelbands- kjól handa hverju barni, sem hún tók á móti. Sagt var, að hún hefði jafnan ungbarnskjól á prjónum. Síra Hallgrímur unni mjög dóttur sinni og kallaði hana oft hvítu liljuna sína. Hann sagði oft, að hún væri betri og hreinni en flestir aðrir. Fannst engum það ofmælt. Oft hafði hann sagt við Elínu, þegar hún bjó sig að heiman til ljósmóðurstarfa: „Taktu aldrei borgun fyrir þetta starf, Elín mín. Á meðan blessast þér það." Elín varð ekki gömul. Alla æfi hafði hún verið fremur heilsu- tæp. Starf hennar heimtaði mikla áreynslu, vökur og ferðalög. Svo tók hún langvinna brjóstveiki, sem dró hana til dauða á miðjum aldri. Síðustu mánuðina lá hún rúmföst. Síra Hallgrím- ur mun fljótt hafa vitað, að hverju dró. Hann ráfaði út og inn, staðnæmdist við rúm hennar og spurði, hvernig hvítu liljunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.