Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 62

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 62
60 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STÍGANDI mýsnar. Allt í einu urðu drunur boo-boosanna hvellari, burðar- mennirnir flýðu sem £ætur toguðu niður stíginn, en þrifið var heljartaki í bak mér. í þetta skipti lék ég enga hugprýði, en rak upp skelfingaróp. Nær því í sömu andrá heyrði ég Martin kalla örvæntingarfullri röddu, að ég skyldi minnast skammbyssunnar í vasa mér. Svo skipaði hann blökkumönnunum reiðulega að sleppa sér. Ég sá, að hann hafði einnig verið gripinn. „Martin!" æpti ég. Villimaður einn hjó þyrnigrein í bak hon- um. Mér varð illt og hvarf hugur. Ég varð þess óljóst vör, að ég var dregin öfug í áttina til skógarins. Ég æpti aftur og aftur. Ég veit raunar ekki fremur, hvað gerðist næst, en maður, sem er troðin möru, veit, hvað fyrir hann ber. Það eina, sem ég veit, er, að villimennirnir urðu allt í einu hljóðir og störðu út á flóann. Boo-boosurnar þögðu, og Nagaj:>ate gekk í annað sinn inn í rjóðr- ið. Ég leit í sömu átt og hann starði yggldum sjónum og sá, hvað olli þögn þeirra. Brezkur varðbátur sigldi inn flóann. Martin sleit sig af þeim, sem héldu honum, og stóð andspænis Nagapate. „Herskip — herskip — herskip!" hrópaði hann ógnandi, og gaf í skyn með bendingum, að það kæmi okkar vegna. Nagapate yggldi sig á Martin og trúði honum ekki meir en svo. En Martin hvikaði hvergi, svo að Nagapate urraði önuglega skipun til manna sinna um að láta okkur laus. Því næst hvarf hann inn í skóginn. Með fegins snökti þaut ég af stað í áttina til stígsins, en Martin náði mér þegar og neyddi mig til að ganga hægum skrefum, unz við vorum komin í hvarf við skógarþykknið, þar sem Nagapate og menn hans héldu sig. Þá tókum við til fótanna niður brattan stíginn. Reyrgresið slóst um andlit okkur. Við duttum og stukkum á fætur oftar en ég gat talið. Sums staðar voru hengiflug á aðra hönd hundruð feta há yfir frumskóginum neðan undir, en við linntum aldrei á sprettinum. Bæði vissum við, án þess að við minntumst á það, að við yrðum þegar gripin, ef varðbáturinn sigldi strax úr flóanum. Eina fausnarvon okkar var, að við næð- um báti okkar, áður en fallbyssubáturinn færi. Okkur fannst við hafa hlaupið þannig klukkustundum saman, er við komum í rjóður eitt í hlíð þessari, og þá sáum við fall- byssubátinn snúa hægt við og sigla á burt! Nú kváðu drunur boo-boosanna við á nýjan leik. Nagapate og lýður hans uppi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.