Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 79

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 79
STIGANDI UM BÆKUR 77 ekki eggja menn til að lesa það tor- tryggnislaust. Höfundinum er mikið áhugamál að sanna rétt íslendinga til yfirráða á Grænlandi. Þó að sá réttur sé ekki beinlínis ræddur, svo að teljandi sé í þessari bók, hefir skoðun og áhugi höfundarins á því máli víða ráðið sjónarmiðum hans um þau efni, sem hann hefir tekið hér til rannsóknar. Það hefir meðal annars brýnt hvöt hans til þess að gera hlut íslendinga um landkönn- un og landnám í Vesturheimi svo mikinn sem mestan mætti ætla eft- ir heimildum, og þegar heimildir þrýtur, hefir það vakið tilgátur hans og drauma um enn meiri hlut þeirra en beinar heimildir eru um. Hann færir öll þau rök, sem honum geta í hug komið, fyrir því, að hverjar þær minjar í Ameríku frá fornum tíma, sem hann hefir séð eða heyrt getið, og sem hugsanlegt er að væru eftir íslendinga, séu vissulega eftir þá, en honum detta ekki auðveld- lega í hug rök gegn því, og hann er lítt hlustnæmur á rök annarra manna fyrir öðrum skoðunum. Með þessum hætti rökstyður hann það, að íslendingar hafi kannað og num- ið — að vísu aðeins lauslega — all- ar norður- og austurstrandir Norð- ur-Ameríku, og að jafnvel megi finna líkur fyrir því, að þeir komi við sögu menningarríkja Indíána í Mexicó, Mið-Ameríku og Perú. En þó að höfundurinn virðist helzti djarfur í sumum ályktunum sínum, er það vafalaust, að hann leiðréttir margar hugmyndir, sem ráðandi hafa verið um nýlendu ís- lendinga í Vesturheimi og um örlög þeirra þar. Meðal annars má geta þess, að hann virðist hrekja með óyggjandi rökum þau „vísindi", sem um hríð voru trúanleg tekin, um úr- kynjun Islendinga á Grænlandi, og sem helzt voru studd með rannsókn á jarðneskum leifum þeirra í kirkju- garðinum í Herjólfsnesi. Eins má telja víst, að hann hafi kveðið að fullu niður þá kenningu, að íslend- ingar á Grænlandi hafi fallið til síð- asta manns fyrir örvum, eldi og eggjum Skrælingja. En fyrir því færir hann hins vegar mikil rök og skýrir það margvíslega, að rétt sé það, sem segir í annál Gísla biskups Oddssonar, að fslendingar á Græn- landi hafi árið 1342 og þar á eftir snúizt að háttum Vesturálfu þjóða, þ. e. tekið upp viðskipti við þær, dreifzt innan um þær og blandað blóði við þær. Lifi því niðjar þeirra enn víðs vegar. Það er hvort tveggja, að þrátt fyrir það að höfundur vinn- ur nokkuð einhliða úr heimildum sínum, hefir hann fleira satt og rétt að segja um sögu íslenzka land- námsins í Vesturheimi en áður hef- ir verið sagt, og hann leggur lesend- unum miklu meira í hendur til þess að þeir geti sjálfir gert sér nokkra hugmynd um þetta efni en aðrir hafa gert á undan honum. Minningar frá Möðruvöllum. Brynjólfur Sveinsson sá um útgéfuna. Þetta eru minningar 15 skóla- sveina frá Möðruvöllum um skóla- vist þeirra. — Þessir eru skóla- sveinarnir: Olafur Thorlacius, fyrr- verandi héraðslæknir, Guðmundur Guðmundsson á Þúfnavöllum, Þor- leifur Jónsson, fyrrv. alþm. Austur- Skaftfellinga, Árni Hólm, kennari í Eyjafirði, Steingrímur Sigurðsson frá Víðum, Kristján H. Benjamíns- son á Ytri-Tjörnum, Einar Arnason, fyrrv. ráðherra, Guðmundur á Sandi, Ingimar Eydal, Halldór Stef- ánsson, forstjóri Brunabótafélags ís- lands, Björn á Rangá, Jón Þ. Björns- son, kennari á Sauðárkróki, Sigurð- ur á Arnarvatni, Þorlákur Marteins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.