Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 82

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 82
80 UM BÆKUR STÍGANDI en nú er hún fyrir nokkru komin öll út. Þetta er löng saga, eða rösklega þúsund blaðsíður að lesmáli. Það kann að virðast borið í bakkafullan laekinn að segja meir frá þessari bók en orðið er, því að hún hefir farið sigurför jafnt meðal lesenda sem rit- dómara. Og hvernig er þá þessi skáldsaga, sem svo mikið er látið af, og hvers vegna er svo mikið létið af henni? Gengi sitt mun hún eiga fyrst og fremst því að þakka, að hún flytur mjög ákveðinn boðskap, boðskap, sem á hljómgrunn í hjörtum allra, hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki, boðskap samúðar, miskunn- semi og kærleika, þetta, sem mað- urinn þráir heitast og treður þó mest fótum. Þetta veganesti leggur höfundurinn auðvitað til. En ís- lenzkum lesendum, mörgum hverj- um, mun ekki þykja sá bitinn óbragðljúfur, sem þýðandinn hefir stungið í ferðamal sögunnar, áður en hún lagði leið sína meðal þeirra. Eg á hér við íslenzkan búning henn- ar. Þessu hefir verið hrósað allmjög, en lítill staður færður. Hér skulu því nokkur dæmi nefnd til gamans og fróðleiks. Það, sem á hversdagslegu máli heitir að lykta út í loftið, er á máli þýðanda aö viðra nösum; féfasti bóndinn er ekki kallaður aurasár, heldur álnasár; það, sem við köll- um að humma við, fellur í löð sagn- arinnar að kæma við; fjaðrapenna kallar þýðandi skriffjaðrir, ólíkt stíl- hreinna orð; húsagarður kallast hlaðgarður, en tré, er þar vex, hlað- meiður, hvort tveggja prýðileg orð; stirður af elli verður ellistirður; hið algenga orðatiltæki að mæla eitt- hvað kuldalega verður hjá þýðanda að mæla kaldróma, og er það enn 1 næmari tjáning; stundum er málið mjög lýsandi: „Björkina laufgaði í Bjarnardals-hliðum, og sumarfugl- arnir svifu yfir engjum“; eða: „Gamli-Dagur vék sér hægt í áttina að hlóðinni og horfði þangað. Það brast einhvers staðar í stoð — eins og verður stundum í gömlum húsum — undan veðrabrigðum; eldurinn saup hveljur og svalg*) loftið. Ann- ars var allt hljótt." Og enn: „Fiðla hafði hljóðnað með hvínandi, sáru kveini. Allt steinhljótt í einum svip. En í eyrum Aðalheiðar hélt dans- glaumurinn áfram, — og fiðluym- urinn lá enn í Ioftinu, — lifði af sjálfum sér, — án hljóðfæris, — án fiðlara, — lék endalaust og lifði“. — Skal þetta látið nægja um stílfar og orðfærni þýðandans. En hvað er þá að segja um sög- una sjálfa? Framsetning efnis er þannig, að venjulegur lesandi les hana sér til ánægju, og boðskap sinn flytur hún á þá lund, að ekki fer hann fram hjá athyglinni. Hvort tveggja er augljós kostur. Hins veg- ar er inntak boðskaps sögunnar slikt, að vandfarið er með, svo að ekki bregði til væmni, og ekki trútt um, að svo verði. I heild virðist 1. bindið bezt, enda þar mest Iýst Gamla-Degi, lang-þróttmestu per- sónu sögunnar. I síðari bindunum er Aðalheiður Barre aðalsöguper- sónan og talsvert Yngri-Dagur, en hvoruga persónuna virðist höfundur hafa getað telgt til fulls í hendi sér, svo að nokkuð kæmi til jafns við höggmvnd Gamla-Dags. Prentun og frágangur bókarinnar eða bókanna er allur hinn vandað- asti, og prófarkalestur trúlega af hendi leystur. Br. S. *) Leturbr. mín. Br. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.