Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 51

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 51
STÍGANDI INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI 49 breytilegt og fjarlægt, þetta undarlega mat á því, sem henni er gefið, og vanmat á úrkostum, sem eru nálægir, en ofmat á úr- kostum, sem eru fjarlægir, er einhver mesta hætta hennar nú, þegar einangrun hennar er rofin eins skyndilega og orðið hefir. En til að standast þá hættu er ekkert eins mikils virði og það að liafa átt og eiga menn með stólparætur, menn, er standa djúpt í þjóðlífi okkar, hafa tileinkað sér þær dyggðir, sem okkur eru raunverulega eiginlegastar, unna meir heimili sínu, jörð sinni og sveit en sjálfs sín gáfum og viðurkenningu fjarlægra manna. Þessir menn eru okkur því meira virði, sem þeir hafa meiri hæfi- leika til að hrífa okkur með persónuleika sínum, bæði af því, hve miklu það skiptir, hvert hrifning okkar stefnir, og því, að okkur verður það því ljósara, hvers virði það er, sem þeir hafa valið og haldið, því meiru sem þeir hafa sleppt. Einmitt af þessum sökum er hann, sem við kveðjum nú að sinni, okkur hvað mest virði fyrir þann persónuleika, sem honum var af guði gefinn og hann ávaxtaði sem raun bar vitni. Mér finnst jafnvel, að hann muni verða okkur enn meira virði í framtíð en nú er, í þeirri baráttu, er okkar bíður, fyrir þær minningar, er við eigum um hanh og liðinn tíma. Mér finnst það þess vegna ekki vera svo mikil lang- ferð, sem hann hefir lagt í nú, hann muni alltaf verða okkur nálægur, hans von verði í blænum á vorin, hans vilji og starf í gróandi lund. Sú trú, sem hann hóf líf sitt með, að hið mannlega sé guðlegt innst og dýpst, sú trú, er hann hafði fyrst og síðast á lífinu sem eilífri sókn til aukins þroska, sú ást, er hann bar til lands og þjóðar, sú ást, er hann bar til heimilis og sveitar og var honum heitust og helgust alls, sú djúpa, sterka rót, er hann átti í lífinu kringum sig, treystir samband hans við okkur, helgað af síðustu orðum hans og kveðju til okkar allra: £g bið að heilsa, heilsa öllum. Nú hefi ég skilað kveðju hans eins og ég er maður til. En þegar ég vil kveðja hann, verð ég að taka mér í munn orð annars manns: Þungt er tapið, það er vissa, þó vil eg kjósa vorri móðir, að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góðir, og ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.