Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 27

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 27
STIGANDI HASKOLANAM I ENGLANDI 25 velja þeir öll verkefni og prófa stúdentana. Prófdómendur við þetta próf voru prófessor Lascelles Abercrombie frá Lundúnahá- skóla, frægur ritskýrandi og skáld, prófessor Tolkien frá Oxford og Mr. Wrenn, dósent frá Oxford. Þá kom munnlega prófið. Voru stúdentar, einn og einn, látnir mæta fyrir prófdómendum og háskólakennurum, er sátu í fullum skrúða við langt borð, en hinum megin við borðið voru jafnmargir stólar og prófdómarar og kennarar voru margir. Settist stúdentinn á þann stól, er næstur stóð dyrunum, og hófst þá yfirheyrslan. Er sá fyrsti hafði lok- ið að kryfja hann sagna, færði hann sig innar. — Stóð yfir- heyrslan mismunandi lengi, en greinarhöfundur var uppi í IV2 klukkutíma. Spurðu prófessorar og prófdómarar á víxl. Síðastur prófaði prófessor Abercrombie og var hann hinn ljúfmannlegasti. Hann hafði áður kennt við Leeds og var alls staðar að góðu kunnur. Eftirriokkra daga voru svo úrslitin birt og þá lesin upp samtímis því, sem þau voru birt á prenti í hátíðasal háskólahs. Um kvöldið var mikið um dýrðir hjá stúdentum í tilerhi d£gs- ins, en allt fór fram með spekt, og velsæmis var gætt í hvívétna, því að menn kunnu vel að virða sóma háskóla síns. Honours stúdentum var skipt í flokka eftir úrslitum, ög þeim gefnar þessar einkunnir: I. einkunn, II. einkunn bétri (a top second), II. einkunn lakari og III. einkunn, og var I. einkunn mjög sjaldgæf og fengu hana ekki nema afburða námsmenn. II. einkunn betri þótti góð einkunn eins og sjá má af því, að þeim, er kennslu stunda, er veitt laun eftir svokölluðum „Burnham Scale", og fá þeir þar hæst laun, er I. einkunn og II. einkunn betri hafa, og jafnhá, en svo fara launin lækkandi úr því. Þegar menn falla á fullnaðarprófi í Honours School, kemur fyrir, að mönnum er veitt Pass Degree sem sárabót. Sá er fallinn á þessu prófi, er ekki fær nægan stigafjölda í einhverri einni grein, og þeir, sem einu sinni hafa fallið í slíku prófi, fá ekki að taka Honours próf aftur. Eru þau ekki fyrir taugaóstyrkt fólk, eins og oft sýndi sig. Erfitt er fyrir útlendingana að ná nægilegum hraða til þess að geta leyst úr skriflegum verkefnum á viðunandi hátt, enda fátt af þeim. Margir Indverjar voru þarna samt, en þeir höfðu vanizt enskunni frá blautu barnsbeini. Þeir lásu einkum hagfræðí og uppeldisfræði. Nokkrir Arabar eða Egyptar tóku próf í ýmsum fræðigreinum og voru taldir góðir námsmenn. Voru Egyptar og Indverjar þeir einu, sem voru nógu mannmargir til að stofna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.