Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 10

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 10
é LEITAÐ AÐ LEIÐUM STÍGANDI síðast liðin ár fyrir kosningu og afli sér aðaltekna innan vébanda þess? Þegar gengið hefir verið til fulls frá stjórnarskrá lýðveldisins íslands, liggja þegar fyrir til úrlausnar tvö höfuðmál, bæði ver- aldleg, en þó þannig vaxin, að andlegur þroski þjóðarinnar fer að mjög miklu eftir því, hvernig tekst um úrlausnir þeirra: Hvernig verður bezt tryggt efnalegt öryggi þeirra, er byggja landið, og hvernig verður bezt háttað forsjá þeirra, sem landið skulu erfa, þ. e. æsku landsins. Bölvun öryggisleysis um efnalega afkomu ætti að vera hverjum manni augljós. Samt sem áður er þetta öryggisleysi stundum svo dulbúið, að mönnum sést yfir það. Og svo hefir farið um íslend- inga á yfirstandandi stríðsárum. Þeir reyndust þess ekki um- komnir að taka skörulega á dýrtíðarmálunum svonefndu. Nú munnhöggvast flokkarnir um það, hverjum slíkt sé að kenna. Það eru bændurnir, eru verkamenn látnir segja, það eru verka- menn, er bændunum prédikað. Engir hafa bent á sannleikann, að það eru launamennirnir, sem voru og eru aðaltaflmennirnir í dýrtíðartafli stríðsgróðans. Við skulum til glöggvunar líta til baka um nokkur ár. Frá 1930 og fram að núverandi stríði mun launamannastéttin hafa átt við jafna bezt kjör að búa í heild, hvað tekjur snerti. Flestir höfðu allrífleg laun, miðað við meðaltekjur þjóðarinnar, og þau stóðu ekki í neinu föstu hlutfalli við afkomu þjóðarbúsins. Þegar harðn- aði í ári um framleiðsluna, varð svo óeðlileg sókn í raðir launa- manna gegnum flokkssambönd og persónutengsl. Slíkt eykur ekki sjálfsvirðingu manna, að vita sig þannig kominn að jötu og hafa þó þau augu að sjá aðra sitja við daufari eld, enda missti stéttin allmjög í virðuleik og festu, en varð hins vegar áhrifamikil vegna fjölda síns og aðstöðu (mjög margir þingmenn) og þó á hinu leitinu handbendi flokka og pólitískra spákaupmanna. Auk þessarar óeðlilegu tilfærslu úr framleiðslustéttunum varð svo sí- vaxandi og óviðráðanlegt aðstreymi til kaupstaðanna, sérstaklega höfuðstaðarins. Það var ekki sá vöxtur og gróska í atvinnulífi þjóðarinnar, sem menn sáu, að þar þurfti þó að vera, ef þjóðin átti sem heild að vaxa og dafna. Allmikill vorhugur og löngun var hjá ýmsum ráðandi mönnum til úrbóta, en annað hvort skorti þá ráð og kjark til úrbóta eða málin voru lifsafkomu þeirra ekki nógu nákomin, til þess að þeir Jeekju ájjeim ajJestu. Bændur og útgerðarmenn fengu eftirgjafir skulda og kreppu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.