Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 31

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 31
STIGANDI HASKOLANAM I ENGLANDI 29 En kaffihús eru góð í Leeds, t. d. Field's Café, þar sem fæst betra kaffi en nokkurs staðar hér á landi, en dýrt var það, 6 pence bollinn á venjulegum tímum. Þangað vöndu íslendingar komur sínar og kölluðu staðinn Blómsturvelli. Á vorin söfnuðu stúdentar fé til sjúkrahússins, sem stóð í sam- bandi við læknadeild háskólans. Var dagurinn kallaður „Rag Day", og mátti heita, að bærinn væri þá í hers höndum, því að stúdentarnir settu allt á annan endann. Klæddust þeir þá annar- legum búningum, sem sjóræningjar eða aðrir ránsmenn, stöðv- uðu bifreiðar, fóru upp í sporvagna og heimtuðu hvarvetna lausn- argjald af vegfarendum. Var ekki heiglum hent að verða á vegi þeirra, enda slapp enginn án þess að veita þeim nokkra úrlausn. Voru þeir illa séðir af lögreglunni vegna truflana þeirra, er þeir ollu á umferð allri, en veitingamenn veittu þeim ókeypis bjór til hressingar og uppörvunar. Vel varð stúdentum ágengt í fjársöfn- uninni og enga ónáðuðu þeir tvisvar, því að merki voru afhent þeim, sem borgað höfðu. Blað gáfu þeir út, er Tyke hét, og sjón- leik sýndu þeir við mikla aðsókn. Tókst þeim með þessu að afla sjúkrahúsinu talsverðra tekna. Býst ég við, að Leedsbúar kærðu sig ekki um að missa af þessum degi, því að alltaf var mikil til- breyting í búningum stúdentanna, og ærsl þeirra voru græsku- laus með öllu. Nú hygg ég, að ég hafi skýrt frá því helzta, er menn kynnu að vilja heyra um háskólavist í Leeds. Dálítið hefi ég minnzt á kostn- aðarhliðina, en ef til vill ekki nægilega. Peningar eru fljótir að fara í Englandi, og hvergi mun vera óþægilegra að vera illa fjáður. Námsstyrkur sá, er íslenzka ríkið veitti þá, 1200 krónur, var tæpur þriðji hluti kostnaðar við námsdvöl í Englandi, og ekki rauk Alþingi upp til handa og fóta þá til að hækka hann. Kenn- aralaun eru ekki heldur það há, að auðvelt sé að borga miklar námsskuldir af þeim. En með núverandi styrk er vel gerlegt að stunda nám í Englandi, og væri vel, ef menn gerðu það. Gaman þætti mér seinna að minnast á viðkynningu þá, er ég hafði af Englendingum, sem var eins góð og frekast verður á kosið, og þó sérstaklega á prófessor Gordon í Leeds, sem nú er látinn. Get ég sagt um hann, að hans minnist ég ávallt, er ég heyri góðs manns getið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.