Stígandi - 01.01.1944, Síða 14

Stígandi - 01.01.1944, Síða 14
12 LEITAÐ AÐ LEIÐUM STÍGANDI raflýsingu alls hagsvæðisins svo og eflingu útgerðarinnar í sjávar- þorpunum. Siglufjörður er miðstöð síldarútgerðarinnar sem fyrr, þar sé reist stór tunnusmíðastöð, er fullnægi eftirspurn allri hér- lendis á síldartunnum. Ýmiss konar síldariðnaði sé komið þar á fót. Sauðdrkrókshagcleild. Deildarborg Sauðárkrókur, deildarsvæði Skagafjarðarhérað. Miklar hafnarbætur séu gerðar, útgerð stórum aukin, raflýsing deildarsvæðisins hrundið í framkvæmd. Land- búnaður mikill, nautgripa- og sauðfjárrækt. Deildin nýtur eftir hagkvæmni viðskipta Sigluljarðar móts við Akureyrardeild. Blönduóshagdeild, sennilega í allnánum tengslum við Stranda- hagdeild. Deildarsvæði Húnavatnssýslur. Deildarborg Blönduós, atvinnugreinar hennar útgerð, verzlun og iðnaður. Nærstæðustu framkvæmdir hafnargerð og rafveitur. Landbúnaðurinn fyrst og fremst nautgriparækt, mikið flutt út af smjöri og ostum. Einnig kann mjólk að skorta í Strandahagdeild nteð vaxandi útgerð. Blönduós sé siglingamiðstöð við Húnaflóa. Sá, er þetta ritar, gengur þess ekki dulinn, að fróðari menn honum og kunnugri hverjum stöðum munu bregða grönum við ýmsu því, er hér er sagt, og láta sér fátt um finnast. En jafnvel orðhvöt fávísin getur stundum fengið vitra menn til að hugsa ýmislegt undir nýju sjónarhorni, og hér er ekki ltugsað hærra að sinni en að kasta steini í þá vatnslygnu, sem á þessum málum liggur, ef vera mætti, að tæki að kvika. Skipulagning í einni eða annarri mynd er orðin knýjandi nauðsyn, svo að kröftum sé beitt til skynsamlegrar framleiðslu og samstillt. Takist þessi skipu- lagning vel og skorti okkur ekki karlmennsku til að viðurkenna staðreyndir og taka á þeim eins og menn, yrði hér um öflugasta ráðið að ræða til að stöðva þá óeðlilegu blóðsókn, er nú á sér stað til þjóðarhöfuðsins, Reykjavíkur, svo að við vansköpun heldur. Jöfnun lífskjara þarf að nást, eftir því senr unnt er, svo að meiri ró komist á staðardvöl manna. Og svo eru það börnin, framtíð þjóðarinnar. Sá skilningur ryður sér æ meir til rúrns, að ríkinu, þjóðfélagsheildinni, beri skylda til að hlutast meira og minna til um uppeldi æskunnar. Börn og unglingar njóta í æ ríkara mæli ókeypis skólavistar. Barnavernd er starfrækt og ýmiss konar eftirlit um heilsu og þroska barna, og dagheimili barna hafa verið rekin og sumar- dvalarheimili með styrk frá því opinbera eða félögum, sem hafa látið sig slík mál varða. Fyrst og fremst eru það kaupstaðabörnin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.