Stígandi - 01.01.1944, Side 21

Stígandi - 01.01.1944, Side 21
STÍGANDI SIGURÐUR L. PÁLSSON: HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI Tiltölulega fáir íslenzkir stúdentar hafa leitað til Englands til að stunda þar nám, enda þótt heppilegt sé, að íslendingar kynn- ist meir en þeir hafa gert enskri menningu og færi sér í nyt það, sem hún hefir að bjóða. Má vera, að kostnaður vaxi mönnum í augum, því að talið liefir verið, að dýrara væri að stunda þar nám en annars staðar í álfunni. Ekki skaðar samt, þótt lítils háttar grein sé gerð fyrir því, hvernig háskólanám og háskólalíf er í Englandi, vegna þess að fáum er það kunnugt ltér, og væri vel, ef það gæti livatt einhvern stúdentinn til að leggja þangað leið sína seinna meir. Helztu háskólar í Englandi eru Oxford og Cambridge, sem kunnugt er. Þar stunda nám efnuðustu stúdentarnir, í fallegu umhverfi, við ágæt skilyrði til íþrótta- og námsiðkana. En auk þeirra eru liáskólar í London, Leeds, Liverpool, Birmingham, Slieffield, Durham og Manchester, auk smærri háskóla. Allir þessir síðast töldu háskólar eru með talsvert öðru sniði en Oxford og Cambridge, einkum vegna þess, að meiri hluti stúdenta í þeim býr úti í bæ, en flestir í Oxford og Cambridge búa aftur á móti í dýrlegum lieimavistum og liafa á sér meira lieldri manna snið. Hér mun aðallega verða getið háskólans í Leeds, þar sem grein- arhöfundur dvaldi \ið enskunám, enda hefir hann sérstöðu meðal brezkra háskóla að því leyti, að hann liefir eins og síðar mun getið, veitt íslenzkum stúdentum þau hlunnindi að sleppa þeim við kennslugjald, sem er allverulegur kostnaðarliður. Leeds er allstór borg, með um Iiálfri milljón íbúa, höfuðborg Yorkshire, miðstöð brezka ullariðnaðarins og mikilvæg samgöngu- miðstöð og verzlunarborg. Hún er um þriggja tíma ferð frá Lon- don, en stutt er þaðan til York og Hull. Borgarbúar eru að mörgu líkir okkur íslendingum, eins og flestir íbúar Norður-Englands, en talsvert er þar af Gyðingum, enda var Leeds stundum í gamni kölluð New Jerusalem, í bænum eru fagrir lystigarðar.og er þeirra 2*

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.