Stígandi - 01.01.1944, Page 29

Stígandi - 01.01.1944, Page 29
STÍGANDI HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI 27 Þá er að lýsa nokkuð daglegu líti stúdentanna fyrir utan náms- tímana. Margt var um kvenstúdenta, og bjuggu allar utanbæjarstúlkur í heimavistum hingað og þangað um bæinn undir strangri um- sjón gamalla piparmeyja. Þær máttu þó bjóða kunningjum sín- um til tedrykkju, og öðru hverju héldu þær dansleiki og buðu piltum. Sendu þær þá boðskort, er gestir afhentu við innganginn, en þernur tilkynntu nöfn gestanna, er var veitt móttaka við salar- dyr af hinum aldurhnignu gæzlukonum ungmeyjanna. Ungfrúin tók svo við sínum yngissveini, kynnti hann fyrir kunningjakon- um sínum og aðstoðaði hann við að fylla út danskort hans. Voru dansarnir oftast um 12 og tveir þeirra þrískiptir. Bar gestinum að dansa fyrsta og síðasta dans við sína dömu, auk síðasta dans fyrir kvöldverð, en auðvitað urðu dansamir oftast fleiri. Heldur tóku gömlu konurnar að líta hornauga til manna, ef þeir döns- uðu við sömu stúlkuna allt kvöldið, enda gat þá verið alvara á ferðum. Á milli dansanna sátu menn og spjölluðu við dömurnar eða fengu sér kaffisopa og aðrar hressingar. Fóru því dansar þessir skipulega fram og voru skemmtilegir. Þegar dansleik var lokið, lék hljómsveitin „God Save the King“, en síðan stigu menn upp á stóla og hófu upp heróp háskólans (the University Cry). Kumati, Kumati, Ka Ora, Ka Ora, etc., sem er fengið að láni frá frumbyggjum Nýja-Sjálands. Allir háskóladansleikir enduðu á hrópi þessu. Hér mætti geta þess, að aldrei sást vín á nokkrum manni á þess- um dansleikjum eða yfirleitt á almannafæri. Þykir það meðal háskéjlastúdenta sem annars staðar vera hin mesta ósvinna og brjóta freklega í bága við almennt velsæmi. Myndi ensku stiilk- unum þykja sér að því lítill sómi, að stíga dans við mann, er gert hefði sig sekan í slíku athæfi. Piltarnir búa í stærsta og fallegasta stúdentagarðinum, „Devon- shire Hall“, er rúmar um 140 stúdenta, og voru rnargir útlend- ingar þar þau ár, sem ég stundaði nám í Leeds. Dvalarkostnaður var 64 sterlingspund fyrir þær 32 vikur, er háskólinn starfar, og er þar talið fæði og húsnæði, sem hvort tveggja var í bezta lagi. Umhverfið var fallegt og félagslífið skemmtilegt, en næði var þarna samt gott til námsiðkana. Auðvitað var frjálsræði minna, en kostirnir við að vera þarna í heimavist voru langtum fleiri en gallarnir. Vildi ég ráða íslenzkum stúdentum að dvelja þarna, en um það þarf að sækja fyrirfram.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.