Stígandi - 01.01.1944, Page 36

Stígandi - 01.01.1944, Page 36
34 FEÐGININ í MIKLAGARÐI STÍGANDI brauð. Kemur þá síra Hallgrímur og lítur í pottinn. Varð honum hverft við og segir hálfstyggur: „Ósköp eyðir þú miklu af feit- metinu, barn.“ Elín leit brosandi til konu, sem hjá henni stóð, og sagði með hægð: „Það er nú vatn undir, faðir minn.“ „Nú, jæja,“ segir þá gamli maðurinn og rölti burt ánægðari. Oft hafði síra Hallgrímur sagt, að ágirndin hefði strítt á sig alla æfi, en að hann hefði barizt á móti henni af öllum sínum kröftum. Á þeim tímum voru þeir fáu, sem peninga áttu, síhræddir um, að þeim yrði stolið og geymdu þá í ramlæstum hirzlum, leyni- hólfum eða undir sængunr sínum. Það var sagt, að síra Hallgrím- ur hefði látið peninga sína til og frá í bænum, jafnvel í veggjar- holur. Sýnir það, að hann hefir ekki verið tortrygginn maður. Einhverju sinni kom til lians fátækur bóndi og bar sig aum- lega. Sagðist hann vera búinn að missa einu kúna sína. Prestur hugsar sig um, en segir síðan, að hann skuli finna bónda, sem átti heima í sömu sókn. Var bóndi sá efnaður og talinn rausnarlegur, þegar því var að skipta. „Komdu svo til mín og láttu mig vita, hvað hann gerir,“ segir prestur. Eftir nokkra stund kemur sami maður aftur og gerir boð fyrir sr. Hallgrím. „Nú, nú. Hvernig gekk það?“ segir prestur. Bóndi sýnir honum peninga, sem hinn hafði gefið honum, var sagt, að það hefði verið liálft kýrverð. „Jæja, ekki þó meira," segir prestur. Síðan gengur hann inn eftir bæjardyrunum og tínir út úr veggjarholu jafnmikið af peningum. Var þá kýrskaðinn bættur að fullu. Síra Hallgrímur lét sér annt um gamalmenni, sem á heimili hans voru, og eitt sinn bauð hann til sín hröktum og heilsulaus- um embættisbróður sínum, Sveini Jónssyni, sem síðast var prest- ur í Grímsey. Dvaldi hann í Miklagarði það, sem hann átti ólifað. Það var sagt, að Hallgrímur yngri, sem síðar varð prófastur á Hrafnagili, hefði í æsku verið fjörmikill og dálítið hrekkjóttur við þá, sem honum voru ekki að skapi. Vandaði prestur um þetta við son sinn, en það vildi oft sækja í sama horfið. Einhverju sinni er gamall ölmusumaður gisti í Miklagarði, lét strákur laxersalt í mat hans, svo að karlinn varð friðlaus á eftir. Hló Hallgrímur yngri að því, svo að lítið bar á. Prestur komst að þessu, en ræddi ekki um við son sinn. Daginn

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.