Stígandi - 01.01.1944, Síða 52

Stígandi - 01.01.1944, Síða 52
STÍGANDI OSA JOHNSON: HURÐ SKELLUR NÆRRI HÆLUM Bragi Sigurjónsson þýddi [Eftirfarandi þáttur er þýddur úr bókinni I married Adventure eftir Osu Johnson, konu Martins Johnson’s, sem heimskunnur varð fyrir ferðalög sín og myndatökur víða um heim. Osa Johnson var óaðskiljanlegur förunautur hans og samstarfsmaður á þessum ferðalögum og segir frá æfi þeirra og ferðalögum í fyrrnefndri bók á skemmtilegan hátt. Bók þessi mun öll væntanleg á næstunni í íslenzkri þýðingu hjá bókaútgáfu Pálma H. Jóns- sonar. — þýð.]. Næstu mánuðir voru þreytandi og ollu okkur vonbrigðum. Við sigldum eyja á milli á hvalveiðaskipum, seglskútum og kaup- förum og sáum margt frumstæðra blökkumanna. Af sumum þeirra gekk jafnvel sá orðrómur, að þeir væru mannætur. F.n jafn- an hristi Martin höfuðið og hélt áfram leit sinni. Ég gat tæpast skilið vandfýsni hans. Ég gat ekki hugsað mér ægilegri villimenn en fyrir okkur hafði borið. Mér var óskil janlegt, að nokkurs stað- ar í víðri veröld gæti fundizt fyrir ógurlegra og villimannlegra fólk. Við höfðum ekki af gildum sjóði að taka, svo að ég vissi, að þannig gátum við ekki lengi leitað. Hins vegar hélt Martin því fram, að við mættum því aðeins nota filmur okkar, sem voru svo litlar að birgðum, að hann væri viss um, að hann hefði bitt fyrir villimenn, sem væru algerlega ósnortnii af siðmenningunni. Hann benti á það, að allir þeir, sem við hefðum enn séð, væru undir strangri stjórn brezkra yfirvalda, þeir væru tamdir. Hverju sem ég tefldi fram, gat ég ekki hnikað þessari skoðun hans. Munn- svipur hans, dráttmjúkur og fagur, gat orðið harðlegur, og augu hans, sem venjulega voru áhyggjulaus í bliki og gáskafull, urðu köld og hörð sem stál. Sumurn, sem við höfðum tal af á skipum þeim, er við ferðuð- umst með, var það torræð gáta, hví Martin hóaði ekki saman nokkrum villimannlegustu frumbyggjunum á einhverri eynni, gæfi þeim glysvarning og myndaði svo „leiksýninguna". Þeir sögðu, að þetta hefði verið leikið. En Martin var þá eins og ætíð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.