Stígandi - 01.01.1944, Qupperneq 63

Stígandi - 01.01.1944, Qupperneq 63
STÍGANDI HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM 61 rjóðrinu höfðu einnig veitt burtför varðbátsins athygli, og ef- laust voru drunur boo-boosanna merki jress, að við skyldum grip- in aftur. Hvorugt okkar sagði orð. Þéttur frumskógur lá enn á milli okkar og strandar. Við þutum áfram. Vaxandi hraði og Jrungi í drunum boo-boosanna rak okkur á æðiferð eftir skreipum, laun- hættulegum stígnum. Greinar rifu klæði okkar og hörund, en við urðum þess ekki vör, ekkert fékk stöðvað okkur. Utan skelf- ingar minnar varð ég aðeins eins vör: kveljandi, illþolandi þorsta. Allt í einu skall ég um í for og slepju fens eins, en verra var þó, að við höfðum misst af stígnum. Martin þreif mig upp og vafði mig að sér, foruga eins og ég stóð. Bylta mín hefir sennilega orðið okkur til bjargar. í stað þess að æða lengra afleiðis í skelfingu okkar, staðnæmdumst við nú and- artak, lituðumst um og komum auga á stíginn skammt frá okkur. Við þutum inn á hann, og nú hljóp ég fyrir, því að sjón mín var skarpari en Martins. Við ógnandi drunur boo-boosanna bættust nú öskur og köll villimannanna. Þeir hafa varla verið meir en mílufjórðung að baki okkur. Hvorugt okkar rnælti orð frá vörum. við aðeins hlup- um eins og orkan leyfði, og greinar og þvrnar rifu í okkur eins og óvinahendur. Loksins varð skógurinn gisnari. Nokkur skref enn, og við stóðum á ströndinni. Villimennirnir voru svo nærri, að við heyrðum greinilega, hvernig þung, rennvot laufblöðin slógust í nakið hold Jreirra. Skellibjart sólskinið blindaði okkur nær því eftir rökkur frum- skógarins, og leirborinn sandurinn loddi við fætur okkar. Martin greip um handlegg mér. Ég fann, að liönd hans skalf. Svo hlupu burðarmennirnir okkur til hjálpar. Brátthöfðum viðrakan, Jréttan fjörusand undir fótum, svo stóðum við í grunnu vatni og því næst vorum við dregin yfir borðstokk hvalveiðabátsins af Vaomönnum okkar. Ég hóf upp höfuðið og leit í land. Menn Nagapates voru einmitt að hlaupa fram úr skóginum. Ég hneig niður í bátinn. Ég var svo máttfarin, að ég gat varla drukkið vatnið, sem einn Vaobúinn bar að vörum mér. Ég veit ekki, hve lengi við Martin lágum þarna, en er við lyftum höfði á ný, vorum við komin út úr flóanum. Það var nótt. Það er svo önnur saga, að við urðum að tefla við æðistorm á heimleiðinni. En Jregar fyrstu svölu steypiskúrirnar skullu yfir, hóf ég andlit og hendur móti þeim og lét regnið þvo af mér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.