Stígandi - 01.01.1944, Síða 64

Stígandi - 01.01.1944, Síða 64
62 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STÍGANDI slepju og leðju frumskógarins, meðan Martin, sem var engu síð- ur uppgefinn mér — hann hafði borið fihnur og þunga myndavél á flótta okkar — reis upp og tók til starfa, feginn því að kunna nokkuð til skipstjórnar. Aðstoð mín í þessari æfintýraför hófst á því og henni lauk við það, að ég jós bátinn og gætti myndavéla og filma eftir föngum. Er við náðum loks til Vao, létti okkur mjög, er við sáurn, að við og burðarmenn okkar höfðum borgið öllum áhöldum og mestu af varningnum á flóttanum og að myndavélar og filmur voru óskemmd af vatni. ORÐSENDING FRÁ ÚTGÁFUNNI Um leið og annar árgangur Stíganda hefst, viljum við, sem að honum stöndum, þakka lesendum hans gestrisni og hlýhug þann, sem þeir sýndu honum öllum ókunnugum. Viðtökurnar fóru satt bezt að segja fram úr djörfustu vonum okkar, því að fremur þunglega var spóð fyrir slíku barni sem Stíganda úr norðlenzkum verstöðvum. Stígandi ýtir því nokkru djarf- legar úr vör með nýju ári, þótt okkur sé vel ljóst, að farmurinn þyrfti að verða enn fjölbreyttari. Væri okkur hin mesta þökk á, ef lesendur vildu láta skoðanir sínar og óskir nokkuð í ljósi um þau efni, og höfum við hugs- að okkur að flytja framvegis í ritinu þátt, er héti Ýmsir um orðið, er birti greinarkorn frá lesendum um ýmiss konar efni. Annað efni, svo sem ritgerðir, smásögur, frásagnir og kvæði, þiggur ritið mjög gjarnan til álits og kaups, ef fellur, ekki sízt frá ungu fólki, sem vill stíga til vegs, þó að ritið síður en svo drepi hendi við sæmd þeirri, er það telur sér að því, að reyndari menn á ritvellinum sendi því efni til birtingar. Ætlunin er, að Stígandi komi út reglulega og stundvíslega í byrjun marz, jún., sept. og des. eða 4 hefti alls, og sé um 5 arkir hvert hefti. Verð árg. verður 25.00 kr., og er ritinu þökk á, ef kaupendur vildu greiða það fyrr en seinna á árinu, en enginn gjalddagi hefir verið settur andvirðinu enn. — Stígandi á allt sitt traust undir tryggum kaupendum og lesendum og teldi sér því hið mesta vináttubragð, ef lesendur hans sýndu kunningjum sínum hann og öfluðu honum þannig fleiri góðra lesenda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.