Stígandi - 01.01.1944, Page 73

Stígandi - 01.01.1944, Page 73
STÍGANDI Vera Stanley Alder: LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR Friðgeir H. Berg þýddi Katli út bókjnni: The Fifth Dimen- ion and the Future of Mankind. (Framhald). Fjórða stærðin var hyllt af dóm- ■ bærum mönnum, sem hin mesta nýjung aldarinnar. Svo óheppilega vildi til, að uppgötvun hennar kom á þeim tíma, er menn voru að reyna að ná yfirráðum á hinum þrem fyrstu stærðum. Sú sókn reyndist mönnum svo erfið, að þeir höfðu ekkert þrek aflögu til að fást við hina fjórðu. Þeir létu vísindamönnunum eftir að glíma við hana, því að ekki þótti líklegt, að hún hefði mikla þýðingu fyrir almenning. Svo virðist sem athöfnin að lifa hafi reynzt mannkyninu um megn. Það sýnist naumast fært um að haga lífsvenjum sínum og heilsufari á heppilegan hátt. Það reynist standa skör lægra en dýrin á því sviði. Maðurinn lifir í undursam- legri veröld, barmafullri af nægtum, en hagfræði hans er svo léleg, að þar stondur hann hvítu maurunum að baki. Hann kvartar um, að i fé- lagslífinu og í alþjóða málum sé það villimennskan, sem ráði. Glæp- ir séu ekki lengur einkastarf lög- brjótanna, heldur séu þeir eftirlæti og veldissproti sumra þeirra, er gerzt hafa leiðtogar þjóðanna. Þó að almenningur hafi þráð gleði og frið, verður hann enn að eyða ævinni við smíði hinna ægi- legustu manndrápsvéla, sem notað- ar eru til að slátra nauðstöddum lýði. I örvæntingu sinni hafa menn hneigzt til að saka vísindin um þetta ástand. Vert er að athuga, hvort þetta er á rökum reist, og einnig hinn virka þátt, er hin dular- fulla fjórða stærð, og uppgötvanir á hennar sviði, kunna að eiga í þessu ástandi. Margar af uppgötvunum aldarinn- ar liggja utan þess sviðs, er þriðja stærðin tekur yfir. Þær hafa feng- izt við efni, sem hvorki eru þétt, fljótandi eða loftkennd og hvorki verða vegin né mæld. Þeirrar teg- undar eru allar nýjungar raforkunn- ar, nægir að nefna síma, rafljós, út- varp og margar aðrar uppgötvanir, einkum rannsóknir á ýmiss konar útgeislun, svo sem Xgeisla og út- fjólubláa geisla, sem nú eru notaðir. Beizlun raforku og hljóðbylgna til útvarpsnota hefir opnað hugsandi mönnum áður óþekktar veraldir. Þeim hefir skilizt, að hin mennska vél gengur, starfar og nærist vegna hæfandi raforkueininga. Skeytin og skilaboðin, sem fara á milli líkam- ans og heilans, eru flutt af raf- magni. A likan hátt leikur raforkan aðalhlutverkið í lífi agnarinnar og hnattarins. Nú skulum við reyna að skýra muninn á raforku og öðrum ósýni- legum fyrirbærum, er við köllum loft-tegundir, og við játum, að séu

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.