Stígandi - 01.07.1944, Side 23

Stígandi - 01.07.1944, Side 23
STIGANDI FRIÐGEIR H. BERG: VIÐ EIGUM ÞIÓÐSÖNG! Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi fyrir árið 1943 — tuttugasti og fimmti árgangur — flytur grein eftir ritstjór- ann, Gísla Jónsson, og nefnist hún „Þjóðsöngur íslands“. Rit- stjórinn hefur mál sitt með að gizka á, að ísland verði „lýðfrjálst land í annað sinn á næsta sumri“ — þ. e. 1944,— Og litlu síðar stendur: „Að líkindum verður þá danska krossinum smeygt út úr þjóðfána ríkisins. Er þá ekki óhugsanlegt, að flaggið, sem Einar Benediktsson orti um: — mjúkt sem blómstur himinhæða, hreint sem jökultindsins rún — verði dregið að hún hins nýja islenzka lýðveldis.“ Það minnsta, sem hægt er að krefjast af þeim, er tilfæra vísu- orð einhvers skálds, er, að hann geri það á réttan hátt. En í þessu tilfelli vantar nokkuð á, að svo sé, og er lítt skiljanlegt, hvernig þetta hafi orðið, en annað hvort er ritstjórinn að „betrumbæta" orð skáldsins eða hann er furðu ryðgaður í fánakvæði E. B. Réttar eru línurnar þannig: — „djúp sent blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún.“ En að þessu loknu spyr ritstjórinn: „En hvað er um þjóðsöng íslands? — Eftir því sem vér bezt vitum, er enginn löggiltur þjóð- söngur til hjá íslenzka ríkinu". Ritstjórinn bendir á, að „Eld- gamla ísafold1, „sé ekki lengur fullnægjandi, ekki sízt vegna lags- ins“, og talar um, að það liafi verið sungið undir „kóngsbænalagi Breta“, Jónas liafi kveðið „Hvað er svo glatt“ undir dönsku lagi, Grímur Thomsen „Táp og fjör“ og „íslands lag“ undir finnskum lögum, Jón Ólafsson „Já, vér elskum ísafoldu“ við þjóðlag Norð- manna, og fleira tilfærir hann, sem sungið hafi verið á Islandi af ættjarðarljóðum undir erlendum lögum. En hámarkinu hafi þó

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.