Stígandi - 01.07.1944, Qupperneq 27

Stígandi - 01.07.1944, Qupperneq 27
S riGANDI UM BORÐ ÚTI Á FIRÐI 185 vegna þess að letingjarnir verða skipstjórar eða skipstjórarnir verða letingjar, en hvort sem lieldur er, verður niðurstaðan mjög svipuð. Og skipstjórinn okkar á „gömlu konunni" var engin undantekning £rá þessari reglu. Flestir þeirra höfðu þann sið, að setja einhvern hásetanna yfir vaktina, eins og það var kallað, svo að þeir gætu sjálfir blundað ofurlítið meira en sína eigin frívakt, og þetta hafði okkar skipstjóri líka gert. Fyrir valinu hafði orðið maður, Sigurður að nafni, sæmilegur sjómaður og skyldurækinn, en því miður fremur svefnþungur. Ekki var nú trútt um, að surnir hinna hásetanna hefðu horn í síðu hans fyrir þennan Iieiður og gerðu honum smáglettur, þegar færi gafst. Sérstaklega var það þó einni þeirra, Jóhann að nafni, meinhrekkjóttur skratti og hálfgerður prakkari, sem aldrei gat látið Sigga í friði. Siglingin inn Eyjafjörð gekk seint að þessu sinni, eins og oft endranær, ýmist logn eða mótvindur og þar að auki straumur, þó nuddaðist „gamla konan“ hægt og hægt í áttina. Svo er það á miðnætti, að þeir eru komnir inn að grunni. Það er dálítill sunnanandi, en straumur. Skipstjóravaktin átti að fara á þilfar, sem hún líka gerði að undanskildum skipstjóra, og þvi miður Sigurði vaktarformanni líka, en hann svaf í káet- unni ásarnt skipstjóra og stýrimanni. Að nokkurri stund liðinni kom hásetunum sarnan um það, að grennslast eftir líðan Sigga og láta hann vita, hvar hann ætti að vera, og Jói bauðst til að fara. Hann læddist nú eins og köttur niður í káetuna, og það, sem hann sá, þegar þangað kom, var fyrst og fremst, að allir þar sváfu mjög vært. Skipstjóri hafði eftirlátið reiðaranum koju sína, en hraut nú og púaði fyrir ofan stýrimanninn. Og Siggi, ja Siggi, hafði þó komizt fram úr kojunni, og líklega fengið sér kaffisopa, en svo hafði auðsjáanlega svefninn sigrað hann, og nú lá hann á bekknum framan við þá koju, sem reiðarinn svaf í, og skar hrúta. En strákskrattinn sá meira en þetta. Hann sá, að reiðarinn hafði farið úr pilsinu, þegar hún fór að sofa, og breitt það á bekkinn fyrir framan kojuna, ef til vill hefur það verið hálfblautt og hún ætlað að þurrka það, eða þá að hún hefur ekki viljað láta það krypplast, en nú hafði svo illa til tekizt, að Sigurður vaktarfor- maður hafði lagt sig á bekkinn, þannig að hann hafði pilsið undir herðum og hálsi. Svona tækifæri gat Jói ekki látið ónotað, hann náði í pils- haldið, lagði það utan um hálsinn á vaktarformanninum og festi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.