Stígandi - 01.07.1944, Side 35

Stígandi - 01.07.1944, Side 35
STÍGANDI SVEINN BJARMAN: TÓNMENNTIR Ofit hefur heyrzt um það kvartað, hversu miklum tíma ríkis- útvarpsins sé eytt í æðri tónlist, symfóníur og sónötur, eins og það er orðað. Slíkur hávaði fari fyrir ofan garð eða neðan hjá öllum þorra hlustenda, og sé lítið betri en argvítugustu útvarps- truflanir. Hið venjulega svar hinna vísu ráðamanna útvarpsins við þessurn umkvörtunum er iúð einfalda ráð, að slökkva á tæk- inu, eða skrúfa fyrir það, þá þessi ósköp eru þar á ferðinni, og sú mun enda raunin vera, að fleiri tæki munu liljóð vera og þögul en hin sem á er hlýtt, þá hin svokallaða æðri tónlist berst frá útvarpinu. Og þó þreytast menn yfirleitt aldrei á að stagast á því, að íslendingar yfirleitt séu meira en í meðallagi musik- alskir. Það er satt. íslendingar eru næmir yfirleitt, og svo á lög sem ljóð. Fáa íslendinga h'ef ég þekkt, sem ekki geta lært velkveðna ferskeytlu, og ég held jafnfáa, sem ekki hafa getað lært lítið sönglag, hafi þeir heyrt farið með Jrað nokkrum sinnurn. Og ég Jrori að fullyrða, að Jreir séu í miklum meiri liluta á landi hér, sem notið geta allerfiðra ljóða, þá með Jrau er farið, eða lesið sjálfir sér til gagns og nautnar, en hinir, sem livorki hafa þar af gagn né gleði. Og sennilegt þætti mér, að svipað sé hlutfallið, að vísu öfugt, milli Jreirra tiltölulega fáu, sem notið geta unaðar og töfra hinnar æðri tónlistar og hinna, sem líta á hana sem óskiljanlegt skvaldur. II. Eitt af því fáa, senr liægt er með réttu að stæra sig af hér á landi, er, að allur almenningur sé læs og skrifandi. Övíða í ver- öldinni mun jafnmikið út gefið af prentuðu máli og hér á landi, að tiltölu við fólksfjölda, og allt er Jretta keypt, og sennilega lesið. Á því er enginn efi, að það þykir, á landi hér, sérlega áhættulaust gróðafyrirtæki að gefa út læsilega bók. 13

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.