Stígandi - 01.07.1944, Síða 37

Stígandi - 01.07.1944, Síða 37
STÍGANDI TÓNMENNTIR 195 túnum landsins. Þetta er satt, en sýnir ekki annað en það, sem eg hefi tekið fram áður, að íslendingar eru ekki ónæmir á þessa list. Þeir virðast liafa gott söngeyra, sem svo er kallað, því á þeirri staðreynd, nær eingöngu, er starf allra þessara kóra byggt. Það mun mega telja þá á fingrum annarrar handar oftast, sem nótur þekkja, sér til nota, í hverjum kór. Hverja rödd lagsins verður söngstjórinn að tyggja í þátttakendur, þar til þeir hafa lært þær eins og páfagaukar. Það gefur dálitla hugmynd um það ótrúlega erfiiði söngstjóranna hér á landi, sem þarf til þess að halda lífi í jafnvel litlum kór. Þið getið gert ykkur í hugarlund starf leikstjóra, sem væri eini læsi maðurinn meðal leikend- anna. — Ef ráðamenn ríkisins kæmust að raun um, að æskilegt væri að hægt yrði svo um að mæla, að íslendingar væri sæmilega tón- mennt þjóð, þarf mikil breyting á að verða um fræðsluhætti í þeirri grein. Almenningur þarf á því sviði að verða bænabókar- og sendibréfsfær, ef svo mætti segja. Þangað til verður öll æðri músik flestum áheyrendum, hvort heldur hún er flutt af út- varpi eða á annan hátt, truflandi og fáfengilegur hávaði og ann- að ekki. Þá mætti og í þessu sambandi geta þess, að um rúman áratug, eða því sem næst, liafa hin venjulegu heimilishljóðfæri verið bannvara hér á landi, og ein hin argvítugasta að dómi forráða- manna þjóðarinnar. Ýmist hefir algert bann verið á innflutningi þeirra, en þá er ögn tók á því að lina, voru þau tolluð með helming verðs þeirra og flutningsgjalds. Æðri menntastofnanir hér á landi liafa þurft að vera án þeirra, maður getur ímyndað sér, hvernig er og verið hefir um þær lægri, meira að segja veit ég dæmi til þess, að einurn af okkar beztu listamönnum í þeirri grein var neitað hvað eftir annað um hljóðfæri handa sjálfum sér. Bækur, meira að segja nótnabækur að ég held, eru undan- þegnar þessu banni. Einnig ýmis hljóðfæri, að ógleymdum harmónikum, grammófónum og tilheyrandi plötum. Þetta er það, sem hinu opinbera hefir einna helzt þóknazt að leggja til þessara mála nú í seinni tíð. 1S*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.