Stígandi - 01.07.1944, Page 39

Stígandi - 01.07.1944, Page 39
STÍGANDI SAGA ORGELSMIÐSINS 197 undir vinstri hendi heyrðist stundum drafa í brennivínsbassa. Hann líktist mannsrödd, svo að ég hrökk stundum við og fannst orgelið 'vera orðið að lifandi veru. Frá beinlögðum nótum vinstri handar hljómuðu jarðarfararsálnrar, ljóð um sekt og synd og liorfna hamingju. Þaðan hljómuðu raddir úr gröfunr horfinna kynslóða: rokkhljóð, vefjarsláttur og hjúfrandi hvísl í brúðarlíni. Þar voru sungnar vísur og haldin brúðkaujr. Þaðan dunaði axar- liögg vinnudagsins úr skóginum, niður beljandi fljóta, hið steinda ljóð mylnunnar og hvinur sagarinnar, sem skar timbrið handa ánum, áður en þær veltu af sér vetrarfarginu. En hæst uppi var helgidagur og fuglasöngur í skógi, að vori til, og gaukar sem köll- uðu hver til annars í angan tjarna og vatna. Laxinn stiklaði upp hvítfyssandi brekkulæki, sem hröðuðu sér niður til árinnar, gegn- um iðgræna seljumóa, — árar skvömpuðu og í hálfnetinu, sem dregið var ujjjj í sólarljósið, var eins og ljómaði af nýþvegnum silfurskeiðum. En stundum breyttust liinir dimmróma bassar í þrumuhljóm. Eg heyrði það svo glöggt, og allt sem ég segi er sannleikur. Öll jörðin stundi og skalf undir hinni voldugu hljóm- kviðu síðsumarhiminsins. Það voru ekki hinar ónæmu og hikandi hendur mínar, sem töfruðu þetta fram. Það streymdi frá hjarta rnínu og þessar gömlu orgelpíjrur svöruðu mér, eins og margraddað bergmál yfir lygn- um vötnum. Það var sál Jóns Anderssonar, sem til mín talaði. Og þegar ég leit ujrjr, sá ég, að stórskógurinn stóð þögull allt í kring. Það var vornótt, ljúf og mild. Og ég sá hann aftur, þar sem hann gekk tígulega framhjá, með öryggi stórbóndans og friðleysi spila- nrannsins í öllum hreyfingum. Hann var í sunnudagsklæðum, og ég sá hann reika gegnum skóginn. Hann skoðaði gaumgæfilega stofna og greinar, sem á vegi hans urðu, og niður við sögunar- mylnuna stanzaði hann, barði í kurlköstinn, hlustaði, tók frá grein og grein af hlyni og furu og vó þær í hendi sinni. Stundum sló hann saman tveim grenigreinum, lagði við eyra og hlustaði, síðan sneri hann við og hélt til skógar á ný. Hann reikaði milli trjástofnanna og hlustaði á þytinn í laufinu. Ég sá, að komin var nótt, hánótt; en ennþá reikaði hann um, í skini hinna strjálu stjarna, og söng og raulaði með sjálfum sér. En að lokum settist hann á fallinn trjábol og þangað fór ég til hans og settist hjá honum. Hann kinkaði til mín kolli. Dásamleg nótt, sagði hann; ég var neðra og leit á efnið, það er örðugt að finna kvistalausan við nú-

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.