Stígandi - 01.07.1944, Síða 40

Stígandi - 01.07.1944, Síða 40
.198 SAGA ORGELSMIÐSINS STÍGANDI orðið, — hann benti niður til sögunarmylnunnar — mig vantar ennþá .í heila rödd. Ég er tekinn fast að eldast, og drengirnir mínir eru eins og drengir gerast. Þeir, sem gamlir eru, verða að síðustu að víkja, — burt skulu þeir! Nú er ég svo einmana, það var önnur öldin. Ég hefi líka verið ungur; vissulega drakk ég stund- um, bruggaði jafnvel brennivín og dansaði. Við mennirnir erum eins og orgel, líf okkar fullt af ósamræmi, einn tónn fellur ekki við annan, syngur ekki með lengur. Og sjálfur var ég þannig. Ég heyrði oft föður minn spila á fiðlu, og það endursöng í blóði mínu þaðan í frá. Og hið daglega líf mitt varð fullt af ósamræmi, ég drakk og mig dreymdi, þangað til allir töluðu illa um mig og álösuðu mér. Mig gilti það einu. Ég vildi kalla fram sálma og söngva úr hinum síþjótandi trjám skógarins og þessu, sem logaði og brann í eilífiu friðleysi innra hjá mér. Skóginn og sögur hans vildi ég flytja upp á loftið til mín. Og svo skar ég pípur úr grein- um lians og risti skinn í belgi um hverja þeirra. Fólkið sagði: Sjáið þið heimskingjann, sem vanrækir akur sinn, en byggir í þess stað orgel! Nei, stórbóndi gat ég aldrei orðið, og það gekk svona og svona með jörðina. Og þó vann ég á akrinum mínum, þar til svitinn bogaði af mér. En um sumarið var orgelið mitt fullgjört; ég lagði síðustu hönd á það, þegar gaukarnir hættu að kalla. Og ég fyllti silfurbikarinn hans föður míns af brennivíni og setti hann á borðið í herbergi mínu, við hliðina á sálmabókinni. Það leið að hádegi. Mér fannst vera hátíðisdagur, og þar sem ég sat og strauk fingrunum eftir nótunum, fylltist hjarta mitt djúpri gleði, — og ég söng og spilaði einn sálm. Þá var það, sem mér fannst ég hafa náð mínu æðsta takmarki, og ég sannfærðist um, að mér mundi einnig auðnast að verða nýtur maður. Fengi ég aðeins að lilusta í næði á söngvanii úr öllum mínum pípurn, þá mundi ég verða ungur að nýju og byrja að yrkja jörð mína. Og ég hugsaði með mér: Allt, sem ég hefi heyrt og séð í skóg- inum og á vatninu, alla dýrð hinna undursamlegu vornótta, — alla mína kynlegu löngun, allt mitt friðleysi — hefi ég nú innan minna veggja. Hér blunda þeir allir þessir djúpu og háu, þessir angurværu og glöðu tónar og bíða mín. Vankunnátta mín sem spilara hafði ekkert að segja; ef fingur mínir strukust eftir hljóm- borðinu, fylltust augu mín tárum. Öll trén í skóginum sungu undir; löngun mín og einvera var skorin í viðinn, verk hjarta míns og handa minna! — Heyrðu! Nú syngja þær! Þarna dýpst niðri er ég sjálfur og sál mín, alvarleg og einmana, en hærra uppi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.