Stígandi - 01.07.1944, Síða 49

Stígandi - 01.07.1944, Síða 49
STÍGANDI SÉRA SIGURGEIR Á GRUND 207 Börn séra Sigurgeirs og madömu Ingibjargar voru sjö, er á legg komust. Drengirnir voru sex: Jakob, Eggert, Vilhjálmur, Jón, Bogi og Haraldur. Yngst var stúlka, sem hét Villielmína Jakobína. Var hún ekki af barnsaldri, þegar faðir hennar dó. Þeir bræður voru flestir hneigðir til víndrykkju, en atgervis- menn á margan hátt. Allir voru þeir söngmenn góðir og léku vel á hljóðfæri, orgel, fiðlu og harmoniku, og smíðuðu þau að miklu leyti. Undruðust allir hagleik þeirra og snilligáfu, sem aldrei höfðu að heiman farið til náms og lítil tæki höfðu til smíða. Orgel, sem þeir höfðu smíðað, var notað í Grundarkirkju um nokkurt skeið. Mörg síðustu árin bjó fjölskyldan ein saman á Grund. Önnuðust bræðurnir þá mest innanbæjarstörf. Þeir sniðu og saumuðu eftir fyrirsögn móður sinnar, matbjuggu og báru á borð fyrir gesti og öll verk fóru þeim vei úr hendi. Varla var haldin svo brúðkaupsveizla í sveitinni, að Grundarbræðrum væri ekki boðið þangað til þess að skemmta ineð söng og hljóðfæra- leik. Þeir héldu oftast hópinn innan um veizlufólkið, sungu sam- an og stilltu saman hljóðfæri sín. Fannst sumum, að þeim mundi þykja lítils vert um þær skemmtanir, sem aðrir höfðu á boðstólum, þótt þeir ræddu ekki um. Auðskilið er, að aðstaða þeirra hefir verið örðug vegna föður þeirra og nærri gengið stórlæti þeirra að sitja gleðiboð með ýms- um, sem höfðu stuðlað að embættismissi hans. En allir, sem þekktu þá bræður, sögðu, að þeir væru góðir drengir, greiðviknir, raungóðir og viðkvæmir fyrir kjörum allra, sem bágt áttu, og þótt þessi stóri hópur Jrætti nokkuð uppivöðslu- mikill í æsku, voru þeir nærgætnir við móður sína og tóku jafnan tillit til hennar. Það mun hafa verið skömmu fyrir 1880, sem séra Sigurgeir missti embætti sitt, samkvæmt ósk margra sóknarmanna sinna. En margir voru það samt, sem ekki óskuðu annars en að liann mætti þjóna, meðan kraftar entust. Upp frá því var hann bug- aður maður. Fátæktin óx, þegar launin hættu að koma, þótt lítil væru, og bræðurnir, sem Jró voru atorkumenn, voru ekki fyrir- hyggjumenn að sama skapi, enda voru þetta harðindaár, sem Jrrengdu að mörgum. Séra Sigurgeir sást aldrei á mannamótum og fór sjaldan að heiman nema í kaupstað. Þá neytti hann víns, en annars ekki að jafnaði heima hjá sér. Lá hann stundum dögum saman í rúminu og las. Urðu menn hans lítið varir á heimilinu, Jrví að hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.