Stígandi - 01.07.1944, Page 50

Stígandi - 01.07.1944, Page 50
208 SÉRA SIGURGEIR Á GRUND STÍGANDI skipti sér af engu og neytti lítils. Kæmu vinir hans að heimsækja hann, tók hann þeim vel og talaði við þá á víð og dreif, en aldrei minntist hann á ógæf.u sína eða mótstöðumenn. Stundum sagði hann upp úr þurru: „Og alltaf lifir faðir minn.“ Þótti sumum, sem hann mundi þá vera að hugsa um arfinn. Þá var Jakob Pét- ursson orðinn háaldraður maður. Var það sízt undarlegt, þó að sonurinn, svangur og klæðlítill, hugsaði stundum heirn í alls- nægtirnar á Breiðumýri. Haft var eftir umboðsmanninum, að það væri ekki til neins að reita í Sigurgeir smátt og smátt, hann yrði að bíða eftir arfinum. Þegar Jónas Jónasson jjrófastur var kominn að Hrafnagili og farinn að messa á Grund, sat hann löngum inni hjá þessúm veika bróður og ræddi við liann. Lánaði honum einnig rnikið af bók- um úr sínu góða bókasafni. Munu það hafa verið mestu ánægju- stundir séra Sigurgeirs síðustu árin að njóta samúðar og skiln- ing þess vitra og göfuga manns. Eg sá séra Sigurgeir einu sinni. Það var sumarið 1886. Þá var eg 10 ára og gætti bróður míns heima um heyannatímann. Þetta var síðari hluta dags, og enginn annar við bæinn nema afi minn, Jón Pálsson, sem leysti hey við hlöðu á túninu. Þá veit eg ekki fyrr en baðstofuhurðin er ojrnuð og á gólfinu stendur ókunnur maður. Hann var svo ólíkur öllum, sem eg þekkti, að mér varð mjög hverf.t við. Datt helzt í hug, að þetta væri útlendingur. Hann var í fornfálegum kjól með dökkan hatt, dökkbrýndur, fölur og magurleitur og sorg og þreyta var svo mótuð í hvern drátt, að eg gleymi því ekki. Sjálfsagt hefir liann varpað á mig kveðju, þó að eg tæki ekki eftir því í fátinu. Hann litaðist um og sagði síðan liægt og hikandi: „Er ekki Jón Pálsson heima?“ „Eg benti honum út um glugga, á hlöðuna, þar sem afi var að vinna og reyndi að stama einhverju um, að hann væri þar. Kvaddi hann þá og fór. Þegar afi kom heim, sagði hann mér, að þetta hefði verið séra Sigurgeir. Ekki veit eg, hvert erindi hans var, en liitt veit eg, að afi minn var einn af tryggustu fylgismönnum lians, var hann þó hófsmaður og þótti fremur siðavandur í þá daga. Eg hygg, að það liafi verið seint á næsta vetri, sem séra Sigur- geir dó. Hafði liann legið rúmfastur og þjáður alllengi áður. Þá var það siður, að erfi voru haldin á eftir hverri jarðarför. Komu því venjulega fáir aðrir en þeir, sem boðnir voru. Að jarðarför

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.