Stígandi - 01.07.1944, Side 60

Stígandi - 01.07.1944, Side 60
218 DROTTNING SUÐURSINS STÍGANDI mundi áreiðanlega aldrei þjóna henni a£ meiri trúmennsku en hann gerði fyrstu mánuðina efitir krýningu hennar. Drottning suðursins sat sem sé ekki á hægum veldisstóli. Kórónan gekk að erfðum frá móður til dóttur, og þessar krýndu konur voru dýrkaðar sem gyðjur. Engu að síður voru hinir raun- verulegu stjórnendur landsins metorðagjarnir framtaksmenn, sem konru inn í landið frá Arabíu, Egyptalandi, Grikklandi eða hinni fjarlægu Kaldeu til að kanna sannleiksgildi ævintýrsins um ríki sólarinnar. Sólin var guð landsins, rósum prýddar sléttur þess tilbáðu hana, snævi Jraktir tindar fjallanna teygðu sig upp til hennar og upp úr djúpum dölunum steig raki jarðarinnar í lotningarfullri tillreiðslu. Fuglarnir, fiðrildin og blómin böðuðu sig í geislum hennar og villtar nautahjarðir og sjálfsánir akrar og aldingarðar miðluðu hverjum .manni svo af gnægðum sín- um, að jafnvel þrælarnir lágu makindalega fyrir í síðdegissól- inni og gerðu gys að erfiðisvinnunni. Samkvæmt trúarbrögðunum ríkti drottningin í umboði sól- guðsins. Þegar drottningin dó, settist dóttirin í sæti móður sinnar og síðan dóttur-dóttirin. Enginn þekkti liinn jarðneska föður drottningarinnar, en fallegir og höfðinglegir ævintýra- menn frá Rómaborg, Egyptalandi eða Arabíu, voru oft til þess nefndir. Og svo urðu drottningar suðursins smátt og smátt ljós- ari á hörund og tígulegri í framgöngu. Ríki Jreirra var ávallt stjórnað af styrkri og framandi liendi og hinir hláturmildu og barnalegu íbúar suðursins urðu smám saman að voldugri og heilsteyptri Jrjóð. En hamingjan var ekki hliðholl húsmóður Tamrins. Skömmu eftir krýningu liennar heimsótti hana stigamaður ofan úr fjöll- unum. Hann réðst á hana í liöll hennar, þar sem hún hafði enga til varnar aðra en Jrjónustumeyjar sínar og Tamrin, ráðsmann sinn. Stigamaðurinn krafðist Jress að fá að giftast henni og verða síðan konungur yfir ríki hennar, og nokkurs konar hjónavígsla fór fram í musteri sólguðsins. Án minnstu blygðunar setti hann kórónu drottningarinnar á ullhært höfuð sitt og tók sér veldis- sprota hennar í dökka og grófgerða hönd, en hermenn leiddu hina völdum rændu drottningu til tjalds hans. En Tamrin kom til hennar, þar sem hún beið einmana og skelfd, hinn góðgjarni, feiti og hláturmildi Tamrin, sem öllum þótti vænt unr og enginn óttaðist. Hann bar inn vín og matföng og beið þess án nokkurra mótmæla að Jrjóna hinum nýja kon-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.