Stígandi - 01.07.1944, Page 61

Stígandi - 01.07.1944, Page 61
STÍGANDI DROTTNING SUÐURSINS 219 ungi og vansælli brúði hans. Hann kom því til ieiðar, að verð- irnir fengu nóg vín og hirðmeyjar drottingarinnar dönsuðu fyrir þá, unz ræninginn kom. Þegar Tamrin liellti víni í bikar hins blakka óvelkomna konungs, þrýsti hann með leynd rýtingi í hönd brúðarinnar. Og þegar stigamaðurinn lyfti bikarnum að vörum sér, þreif Tamrin í hár hans og keyrði höfuðið aftur á bak, svo vínið rann niður liáls lians. Stigamaðurinn brauzt um og lióstaði, en Tamrin hrópaði: „Höggvið!“, og hin fimmtán ára gamla drottning rak rýting sinn gegnum skeggflóka ræningj- ans og inn í titrandi hálsvöðvana. Makeda hugsaði um þessa viðburði, meðan hún beið þess, að Tamrin hætti að hlæja og gæti svarað spurningum hennar með tilhlýðilegri virðingu. „Hví hlærð þú?“ „Vegna þess, að Salómon konungur mælti hið sama: „Þá mun ég láta taka hana með hervaldi." Drottning suðursins, sem sumir kalla drottninguna af Saba, roðnaði í vöngum af eftirvæntingu og augu hennar skutu neist- um. Hún endurtók fyrstu spurningu sína: „Hver er þessi Salómon konungur?“ Tamrin var fiulla viku að svara þessari spurningu, þv.í að drottningar hafa skyldum að gegna, eins og hún lét hann ótví- rætt skilja. Hún gat aðeins hlustað á hann eina og eina stund í senn síðari hluta dags, þegar sólguðinn liellti brennandi geisl- um sínum ofan af djúpbláum himninum og fiðrildin ófu af kappi hásætishimin Salómons. En í endi þessarar löngu vorviku hafði stundin lengst í tvær. Jafnvel á nóttunni, þegar bleikur máni bar föla birtu yfir bliknandi mímósublóm, gráar marm- arahellur og hina göfugu drottningu, sem sat með höfuð falið í liöndum sér, hlustaði liún á sögurnar um Salómon, sem var konungur hins forna Israels og naut aðdáunar alls heimsins. „Hann sendi eftir mér,“ sagði Tarnrin og það kenndi hógláts stolts í rödd hans. „Ég fór ekki til hans ókvaddur. Ég var á ferð norður frá Líbanon, þegar sendimaður hans kom á fund minn. Hann vildi fá rautt gull, einnig fílabein og safírsteina, en um- fram allt óskaði hann eftir valeik — viðnum, sem enginn ormur fær grafið eða maur étið, því að Salómon konungur var að byggja stórt hús — „Á hann þá enga höll, þessi smákonungur?" „Hann á eitt þúsund og eina höll.“

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.