Stígandi - 01.07.1944, Qupperneq 77

Stígandi - 01.07.1944, Qupperneq 77
STÍGANDI DROTTNING SUÐURSINS 235 „Um ástina,“ sagði hann. „Eg þekki ekki ástina,“ svaraði hún harðneskjulega. „Þegar ég kem heim í ríki mitt, verð ég að velja mér eiginmann og ala ríkinu drottningarefni. En haldið þér, að ég geti elskað þann fávísa eiginmann, þegar ég hefi kynnzt þessu ríki, þessum dóm- stóli og —“ hún gerði sér upp hlátur — „þessari dýrð. Skiljið þér nú, að ég vil ekkert um ástina vita?“ Og þegar hönd lians luktist mjúklega um úlnlið henni, bætti hún reiðilega við: „F.g mun gæta mín sjálf fyrir sorg og þrá. Ég vil ekki verða kvalin ástar- harmi!“ Hún strauk lausa lokka frá enni sér, eins og hitinn í herberginu ætlaði að kæfa hana. Henni varð litið á bikarinn við liöfðalag hvílubekkjarins. „Ég er þyrst,“ sagði drottningin. „Gefið mér vatn að drekka.“ „Nei,“ sagði konungurinn. Hún starði á hann. „Gefið mér vatn að drekka,“ endurtók hún óþolinmóðlega. „Þér lofuðuð, að beiðast einskis framar af mér,“ sagði hann reiðilega. „Haldið þér þannig orð yðar?“ „Brýt ég loforð mitt, þótt ég biðji um vatn að drekka?“ stamaði hún. „Ég hélt, að þér ættuð við eitthvað verðmætt.“ Hann varnaði henni enn bikarsins. „Þegar við sátum við lækinn," sagði liann, „spurðuð þér þjón yðar: „Er nokkuð dýrmætara undir hvelfingu himinsins en vatn- ið?“ Munið þér það?“ „Ég man eftir læknum og fjárhirðinum —“ Rödd liennar skalf. „Munið þér eftir spurningu yðar?“ „Ég minnist hennar. Fyrirgefið — ég er að deyja úr þorsta.“ „Ef þér hefðuð spurt mig í stað Tamrins, Makeda, mundi ég Iiafa getað svarað spurningu yðar. Það er til dýrmætara undir hvelfingu himinsins en vatnið. Ástin er dýrmætari. Hún er hverj- um manni nauðsynleg og hverri konu. Hér er vatnið. Nú leysið þér mig af loforði mínu. Leyfið mér að biðjast þess, sem ég óska.“ „Biðjið,“ sagði drottning suðursins. Og þannig stóð á því, að Makeda drottning hvarf heimleiðis svo, að öllum spurningunr hennar hafði verið svarað og eirðar- laust hjarta hennar hafði hlotið frið. En hú nvar ekki fyrr farin en Salómon vissi, að hún hafði haft á braut með sér hálfa vitsmuni hans og hjarta lians allt. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.