Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 2

Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 2
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lif- andi markaðar, segir skort vera á lífrænum kjúklingi á Íslandi. Hún segir framleiðendur þurfa að hlusta á markaðinn og bjóða upp á betri vörur. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fagnaði því að aðalskipulag Reykjavíkur til 2013 væri samþykkt í borgarstjórn. Dagur segir mikla áherslu vera á umhverfismál, jöfnuð og félagslega blöndun. Heimir Hallgrímsson og Lars Lager- bäck munu þjálfa karlalandsliðið í fótbolta í sameiningu í undankeppni EM 2016. Í framhaldi af því mun Heimir taka við stjórn liðsins. Oddný Sturludóttir segir skilið við stjórn- málin eftir átta ára starf sem borgar- fulltrúi fyrir Samfylkinguna. Hún hefur sett stefnuna á frekara nám en skilur við borgar- stjórnina stolt og sátt. ➜ Páll Magnússon reiddist heiftarlega á fundi með starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem haldinn var í kjölfar fjöldauppsagna hjá stofnuninni. Ástæða reiðinnar var spurning um hvort uppsagnirnar væru hluti af leikriti gagnvart ráðamönnum. MENNINGARMÁL Sri Chinmoy-mið- stöðin íhugar nú að kaupa land við rætur Esjunnar undir þrettán metra háa bronsstyttu af Chinmoy. Guðný Jónsdóttir hjá Sri Chinmoy-miðstöðinni á Íslandi segir um að ræða listaverk tileink- að friði, gert af Englendingnum Kaivaliya Torpy. Hann hafi gert margar styttur af Chinmoy og standi þær víða um heim, til dæmis í Ósló, Prag, á Balí og í Vasa í Finn- landi. Að sögn Guðnýjar yrði styttan á Íslandi sú langstærsta af Chinmoy sem Torpy hefur gert hingað til af hinum heimsþekkta indverska gúrú og kraftlyftingamanni. Torpy hefur þrisvar komið til Íslands og ferðast um. Hér upplifir hann frið í náttúrunni og draumur hans er að styttan verði hér,“ segir Guðný. Styttan á að verða 13,35 metra há og sýna Chinmoy í sitjandi stöðu. Óskað hefur verið eftir svari frá Reykjavíkurborg við því hvort reisa megi styttuna í landi Lunds við Mógilsá. Þar er tveggja og hálfs hektara skógi vaxinn skiki með gömlu húsi einmitt til sölu um þess- ar mundir. Ásett verð er 35 millj- ónir króna. „Við förum náttúrulega ekki að kaupa land nema vita fyrirfram að við fengjum leyfi,“ segir Guðný, sem kveður skiljanlegt að borgin vilji skoða fyrirspurn þeirra vand- lega. „Þeir vilja vitanlega kanna hvort hér er alvara að baki eða hvort við séum bara einhverjir rugludallar.“ Þeir sem standa að Sri Chinmoy- miðstöðinni á Íslandi eiga að sögn Guðnýjar það sameiginlegt að hafa numið hugleiðslu hjá indverska jóg- anum. Hann lést árið 2007. gar@frettabladid.is Þrettán metra jógi úr bronsi við rætur Esju Jógar í Sri Chinmoy-miðstöðinni vilja heimild til að setja upp þrettán metra hátt líkneski af Chinmoy við Mógilsá. Styttan er sögð verða sú langstærsta af nokkrum styttum sem listamaðurinn Kaivaliya Torpu hefur gert af Chinmoy víða um lönd. Í LUNDI Ind- verski gúrúinn Sri Chinmoy skýtur hér upp kollinum í skógarrjóðri við Esjurætur á þessari samsettu mynd. MYND/SRI CHINMOY MIÐSTÖÐIN FORSÆTISRÁÐHERRA LYFT Sri Chinmoy sýndi aflraunir hér á landi 1989 og lyfti þá Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra. MYND/SV.Þ Landshagir 2013 Statistical Yearbook of Iceland Þeir vilja vitanlega kanna hvort hér er alvara að baki eða hvort við séum bara einhverjir rugludallar. Guðný Jónsdóttir hjá Chinmoy-miðstöðinni á Íslandi. SAMANBURÐUR Styttan í samanburði við hús sem stendur á lóðinni. ERU BÁÐIR JÓLADRENGIR 26 Bogomil Font og Samúel J. Samúelsson halda jólatónleika með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu á sunnudaginn. GET DANSAÐ UPPI Á BORÐUM EDRÚ 34 Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárstjóri hjá N4, kynntist skuggahliðum lífsins sem unglingur en er nú hæstánægð með tilveruna. EINS OG VANSKÖPUÐ KART- AFLA AÐ SPÍRA 36 Fréttablaðið leitar álits á bestu og verstu plötuumslögum ársins. ALLIR LISTAMENN ERU KONUR 40 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. VILL HERÐA REGLUR UM RANNSÓKNARNEFNDIR 44 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingfl okks sjálfstæðismanna, vill herða reglur varðandi rannsóknarnefndir Alþingis og segir nauðsynlegt að setja fastan ramma utan um lengd og rekstrarkostnað slíkra nefnda. SÓKNARFÆRI Í OFFITUVANDA 16 Ný vara frá Primex á Siglufi rði gæti gert mönnum kleift að borða konfekt án samviskubits yfi r aukakílóunum. ÖRYGGISATRIÐI AÐ HAFA MYNDAVÉLAR 4 Eft irlitsmyndavélum hefur fj ölgað mikið í íslenskum leigubílum. Leigubílstjórar fi nn fyrir auknu öryggi. STJÓRNARRÁÐSINS AÐ VINNA FRUMVÖRP 6 Ekki er hefð fyrir því að hagsmunaaðilar komi beint að frumvarpsgerð. Stjórnarráðið á að vinna frumvörp en ekki aðilar úti í bæ, segir prófessor við Háskóla Íslands. JÁTAÐI Í BEINNI 8 Íslendingur búsettur í Svíþjóð hefur játað að hafa tekið þátt í að koma svínshausum, svínsblóði og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð í Sogamýri þar sem til stendur að reisa mosku. HEIMILISLAUSUM EKKI VÍSAÐ FRÁ 10 Síðustu mánuði hefur margoft þurft að vísa heimilislausum frá í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Nýtt gistiskýli verður opnað á Vatnsstíg á næstunni þar sem pláss verður fyrir fi mm menn. Nágrannar hafa blendnar tilfi nningar vegna málsins. VOGARSKÁLAR VALDA OG MÁLEFNA 20 Þorsteinn Pálsson um stjórnmál og málefnalegan aga. FÁTÆKT BARNA Á ÍSLANDI 24 Margrét Júlía Rafnsdóttir um aukinn ójöfnuð barna. FRÁBÆRT FRUMKVÆÐI FRÁ HAGRÆÐINGARNEFND 24 Vísindamenn um samkeppnissjóði. EFNAHAGSMÁL Skýrsla og tillögur sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun verðtryggða húsnæðislána verður formlega kynnt almenningi á blaðamanna- fundi klukkan fjögur í dag. Skýrslan var rædd í ríkisstjórn í gær og samþykkti hún að halda áfram vinnu um undirbúning að fram- kvæmd tillagnanna, meðal annars smíði lagafrum- varpa á grundvelli þeirra. Þingflokkar stjórnarflokk- anna funda fyrir hádegi í dag um tillögurnar. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að útfærsla tillagnanna feli í sér viðamestu efnahags- aðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðgerðirnar muni aðeins ná til hluta íslenskra heimila eða um 70 þúsund þeirra, en um 52% íslenskra heimilda skulda engin húsnæðislán. Gert er ráð fyrir að skuldir lækki um allt að 130 milljarða króna og verður farin svokölluð blönduð leið beinna niðurfellinga verðtryggðra húsnæðislána ásamt skattaafslætti á niðurgreiðslu með séreignar- sparnaði. Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi í dag, ásamt því sem aukaþáttur af Stóru mál- unum verður sýndur beint eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem Lóa Pind Aldísardóttir stefnir að því að fá forráðamenn ríkisstjórnarinnar til að ræða til- lögurnar. - fbj Tillögur sérfræðingahóps um höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána: Skuldaniðurfellingar kynntar FORMAÐURINN Dr. Sigurður Hannesson stærðfræðingur er formaður sérfræðingahópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LIST Á NETINU 90 Listakonan Ásdís Sif fl ytur vídeógjörning í beinni útsendingu á netinu. MAÐUR OG NÁTTÚRA 92 Þrjár kynslóðir listakvenna sýna verk sín á sýningunni Pumpu í Norræna húsinu. HVAÐ GERÐU ÞAU? 98 Fræga fólkið og þeirra fyrri störf. FRÉTTIR 2➜18 SKOÐUN 20➜24 HELGIN 26➜80 SPORT 112 MENNING 90➜118 FIMM Í FRÉTTUM FJÖLDAUPPSAGNIR OG AÐALSKIPULAG STRÆTISVAGNASÆTI Á VARA- MANNABEKKNUM ÍR-ingar voru með óvenjulegan varamanna- bekk á leik liðsins í Olísdeild karla í vikunni. STÓRLEIKUR HJÁ GYLFA ÞÓR OG FÉLÖGUM Manchester United kemur í heimsókn á White Hart Lane.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.