Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 4
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 gæti kostað að koma upp háhraðalest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. E-töflur hafa verið gerðar upptækar í tollinum það sem af er ári. ÖRYGGISMÁL Eftirlitsmyndavélum í íslenskum leigubílum hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru þær á bilinu sextíu til eitt hundrað talsins, flestar á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt ágiskun Ástgeirs Þorsteinssonar, for- manns Bandalags íslenskra leigubifreiða- stjóra. Alls eru 587 leigubílar í umferð á númerum á höfuðborgarsvæðinu í dag sam- kvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. „Menn hafa orðið varir við það að ef fólk veit af myndavélunum, þá hagar það sér öðruvísi,“ segir Ástgeir, spurður hvort leigu- bílstjórar hafi fundið fyrir auknu öryggi með myndavélunum „Þetta hefur ákveðinn fælingarmátt.“ Myndavélarnar fást hér á landi og kostar stykkið á bilinu fimmtíu til eitt hundrað þús- und krónur. Leigubílstjórarnir þurfa sjálfir að kaupa þennan eftirlitsbúnað, enda eru þeir einyrkjar. Árásum á leigubílstjóra hefur fjölgað tölu- vert og með notkun myndavélanna vilja menn sporna við þeirri þróun. Oft tengjast árás- irnar fíkniefnaneytendum. Að sögn Ástgeirs verða leigubílstjórar meira varir við þá á næturnar í miðri viku enda sé hinn almenni maður ekkert á ferli þá. Hann segir öðruvísi að keyra fíkniefna- neytendur en drykkjufólk. „Þetta er ekkert eins og var hér áður fyrr þegar menn voru eingöngu að keyra drukkið fólk. Þá var yfir- leitt hægt að tala menn til en almennt taka menn engan „séns“ á því í dag. Menn geta aldrei áttað sig á ástandi farþega og menn eru hálfruglaðir undir áhrifum. Oft er betra að reyna að losa sig við farþegana. Þetta hefur samt ekki verið neitt stórvandamál.“ Þeir sem vilja gerast leigubílstjórar þurfa í dag að undirgangast námskeið á vegum Samgöngustofu þar sem fulltrúi frá fíkni- efnadeild lögreglunnar fer yfir hvað er best að gera þegar fíkniefnaneytendur stíga inn í leigubíla. Starfsmenn Hreyfils sem lenda í vandræð- um geta látið lögregluna vita með því að ýta á neyðarhnapp í bíl sínum. Staðsetningartæki lætur lögregluna vita hvar þeir eru staddir og þurfa þeir því ekki að segja aukatekið orð þurfi þeir á hjálp að halda. freyr@frettabladid.is Eftirlitsvélar í 100 leigubíla Eftirlitsmyndavélum hefur fjölgað mikið í íslenskum leigubílum. Leigubílstjórar finna fyrir auknu öryggi þar sem fólk hagi sér öðruvísi þegar myndavél er til staðar. Árásir á leigubílstjóra tengjast oft fíkniefnaneytendum. AUKIÐ ÖRYGGI Ástgeir Þorsteins- son segir að leigu- bílstjórar með eftir- litsmyndavélar finni fyrir auknu öryggi í starfi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Menn hafa orðið varir við það að ef fólk veit af myndavél- unum þá hagar það sér öðruvísi Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra Daníel Einarsson borgaði hátt í 100 þúsund krónur fyrir eftirlits- myndavél í leigubílinn sinn fyrir þremur mánuðum. Hann segir andrúmsloftið í bílnum hafa breyst við það. „Fólk er ekki eins mikið að rífa kjaft upp úr þurru og hættir að gleyma veskinu og svona.“ Hann lenti eitt sinn í því að málbandi var vafið utan um hálsinn á honum. „Mér brá heldur. Það var maður sem sat fyrir aftan mig sem hengdi málbandið á mig. Þegar ég reyndi að losa strekkti hann,“ segir Daníel, sem hefur verið leigubílstjóri í tólf ár. „Þetta á að vera sniðugt og fínt en þegar fólk er í glasi gerir það sér ekki grein fyrir hættunni sem það er að stofna bílnum í, það er bara í öðrum heimi. Þegar djammklukkan slær hjá Íslendingum þá allt í einu má allt sem mátti ekki áður.“ Hann veit dæmi þess að fólk hafi hringt og pantað sér fíkniefni úr bílnum hans. „Það er að spyrja hvort það eigi stuð. Svo er það með peninga fyrir stuðinu og er ekki með peninga fyrir bílnum, en núna er þetta allt á myndavél með hljóði.“ Daníel er sammála því að heimurinn sé að harðna þegar vímuefnaneytendur í leigubílum eru annars vegar. „Maður veit ekkert á hvaða efnum fólk er. Það getur „snappað“ allt í einu.“ Málbandi vafið utan um hálsinn MYNDAVÉL Eftirlitsmyndavélum í leigubílum hefur fjölgað mikið á höfuð- borgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA snjallsíma af tegundunum iPhone 5c og 5s seldi Apple á fyrstu þremur dögunum sem símarnir voru til sölu. talsins árið 2024 ef áætlanir ganga eftir. af fiskhausum eftir veiðiferð á Vestfjarðamið. Þeir fara á markað þurrkaðir og frystir. grunnskólanemendur frá 23 skólum tóku þátt í Skrekk 2013. Það var Langholtsskóli sem fór með sigur af hólmi. ✥ ❄ ✼ ❦ e 830100 tonnum 40.000 9 milljónir 70.000 tonn 102 milljónir 14.000 106.000.000.000 kr. Togarinn Örfirisey RE, skip HB Granda, landaði um Íbúar Kópavogs verða af síld voru talin vera innan brúar í Kolgrafafirði á fimmtudag þegar Landhelgisgæslan nýtti smásprengjur í tilraun til að fæla hana á brott. EFNAHAGSMÁL Alls voru 117 fyrir tæki tekin til gjaldþrota- skipta í októbermánuði, að því er fram kemur í nýjum tölum Hag- stofu Íslands. „Fyrstu tíu mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 787, en það er 13,6 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 911 fyrir- tæki voru tekin til gjaldþrota- skipta,“ segir á vef Hagstofunnar. Fram kemur að flest gjaldþrot það sem af er ári séu í flokknum heild- og smásöluverslun og öku- tækjaviðgerðir. Þar eru þau 162, eða rúmur fimmtungur. - óká Gjaldþrot eru 13,6% færri: Flest gjaldþrot í smásöluverslun KÖNNUN Um 43,1 prósent lands- manna styður ríkisstjórnina sam- kvæmt skoðanakönnun MMR. Það er lítils háttar lækkun frá síðustu könnun þar sem stuðningurinn mældist 44,6 prósent. Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli kannana. Sjálfstæðis- flokkur mælist með 26,8 prósenta fylgi. Björt framtíð er með 15,2 prósent og Framsóknarflokkurinn mælist með 15 prósent. Alls segj- ast 13,8 prósent styðja Samfylk- ingu og 12,6 prósent VG. Þá segj- ast níu prósent styðja Pírata og 7,4 prósent nefna aðra flokka. - bj Ný skoðanakönnun MMR: Færri styðja ríkisstjórnina KVARÐINN LESINN Hart virðist í ári á verkstæðum fyrir vélknúin ökutæki. NORDICPHOTOS/AFP 23.11.2013 ➜ 28.11.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar aðventuhelgar kl. 12-17 19. og 20. desember kl. 16-21 Þorláksmessu kl. 16-21 Dagskrá, myndir o.fl. á Facebook 3.000.000 manns höfðu hlaðið niður spurningaleikn- um QuizUp í byrjun þessarar viku. Áhugi erlendra fjárfesta á leikjafyrirtækinu Plain Vanilla er mikill í kjölfar vinsælda leiksins. króna voru óinn- heimtar viðskipta- kröfur Landspítalans á einstaklinga í júní. Veðurspá Mánudagur 10-18 m/s V-til, annars hægari. HVASSVIÐRI Það verður ekkert sérstaklega jólalegt þessa fyrstu helgi í aðventu. Víða allhvasst eða hvassviðri en hægari NA-til framan af degi á morgun. Skúrir eða él V- og NV- til í dag og rigning S- og V- lands á morgun. 3° 15 m/s 4° 15 m/s 4° 12 m/s 5° 15 m/s Á morgun 15-20 m/s, hægari A-til framan af degi. Gildistími korta er um hádegi 1° -1° -2° -3° -4° Alicante Basel Berlín 18° 4° 4° Billund Frankfurt Friedrichshafen 5° 5° 2° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 23° London Mallorca New York 7° 14° 3° Orlando Ósló París 24° 1° 9° San Francisco Stokkhólmur 17° 3° 4° 9 m/s 5° 13 m/s 4° 9 m/s 3° 12 m/s 4° 8 m/s 2° 14 m/s -1° 11 m/s 8° 4° 5° 5° 6° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.