Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 6

Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 6
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ORKUMÁL Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hefði skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblönd- unarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á fram- færi. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk Stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðu- neytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum sam- starfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslensk- um stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmuna- aðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frum- varp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmuna- aðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“ freyr@frettabladid.is Aðilar úti í bæ semji ekki ný frumvörp Ekki er hefð fyrir því að hagsmunaaðilar komi beint að frumvarpsgerð. Stjórnar- ráðið á að vinna frumvörp en ekki aðilar úti í bæ segir prófessor við Háskólann. Dæmi eru um að aðilar utan ríkisins hafi komið að samningu frumvarpa og nefnir Ómar frumvarp um Orkuveitu Reykjavíkur frá 2001 sem hafi að talsverðu leyti verið samið innan Reykjavíkurborgar. Jafnframt má geta þess að deCode eða dótturfyrirtæki þess samdi fyrstu drögin að lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði og voru ein- hverjir sem gagnrýndu það á sínum tíma. Frumvarp um OR samið af borginni EKKI TIL EFTIRBREYTNI Ómar H. Kristmundsson, prófessor við HÍ, segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar komi beint að mótun frumvarpa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjarni málsins er sá að það er hlutverk Stjórn- arráðsins að vinna frum- vörp en ekki aðila úti í bæ. Ómar H. Kristmundsson prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ Jólatilboð KJARASAMNINGAR „Þetta gengur hægt. Menn eru að þreifa fyrir sér og reyna að átta sig á því hvaða atriði eiga að vera í samningnum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formað- ur samninganefndar Starfsgreina- sambandsins. Kjarasamningar á milli 80 og 90 þúsund launþega renna út á mið- nætti og nokkuð langt virðist í land að nýr kjarasamningur verði undir- ritaður. Eitt af því sem tafið hefur samn- ingsgerðina er að frumvarp til fjár- laga var ekki lagt fram fyrr en í byrjun október. Fyrir rúmri viku kynnti ríkisstjórnin breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinn- ar. Það má því segja að eiginlegar samningaviðræður hafi ekki byrjað fyrr en í vikunni sem er að líða. „Við viljum fá vissu fyrir því að atvinnurekendur velti kauphækkun- um ekki beint út í verðlagið. Við vilj- um líka að ríki og sveitarfélög komi að borðinu og hækki ekki álögur á almenning,“ segir Björn. - jme Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum renna út á miðnætti: Tugþúsundir án kjarasamninga SAMNINGAR LAUSIR Samningar tug- þúsunda launþega renna út á miðnætti. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN VERSLUN „Við leggjum tímamóta- tilboð á borðið þar sem sjónvarps- áskrifendur okkar fá 100 prósenta niðurfellingu á mánaðargjöldum net- og heimasíma með ákveðn- um áskriftarpökkum. Það eina sem viðskiptavinir okkar þurfa að greiða er línugjald sem er 2.610 krónur eins og tíðkast hjá við- skiptavinum hjá öðrum fjarskipta- fyrirtækjum,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Fyrirtækið hefur nú opnað sölu- síðuna 365.is þar sem hægt er að kaupa mismunandi pakkalausnir sem innihalda net, heimasíma og áskriftir að sjónvarpsstöðvum. Þar er boðið upp á ljóshraðanet í gegnum Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur og Ljósveitu Mílu. Ari segir að fyrirtækið ætli til áramóta að bjóða upp á frítt net og heimasíma með völdum sjón- varpsáskriftum í allt að þrjú ár. „Þetta er svo sannarlega raun- verulegur sparnaður í þágu heim- ilanna í landinu. Sparnaðurinn getur numið allt að 180 þúsund krónum á þremur árum,“ segir Ari. - hg 365 miðlar selja nú net- og símaþjónustu á nýrri sölusíðu fyrirtækisins: Bjóða fjölbreyttar pakkalausnir BLANDAÐA LEIÐIN Slegið er á létta strengi í auglýsingaherferð 365 miðla þar sem talað er um blönduðu leiðina. ➜ 365 miðlar bjóða upp á frítt net og síma með völdum sjónvarps- áskriftum í allt að þrjú ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.