Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 16
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 Siglfirska líftæknifyrirtækinu Prim- ex hefur tekist að komast inn á Rúss- landsmarkað og það stefnir að land- vinningum í Asíu. Kítósan, verðmætt efni sem fyrirtækið vinnur úr rækju- skel, er í dag nýtt í vörulínur heims- þekktra fyrirtækja eins og Herba- life, NuSkin, Now, L‘oréal og Wella. Fyrirtækið Primex var stofnað árið 1999 til að nýta rækjuskel en það ár var bannað að henda rækju- skel í sjóinn. Núna veltir fyrir- tækið 500 milljónum króna á ári og milljarði hefur verið varið til upp- byggingar verksmiðju, í rannsóknir, þróun og markaðsstarf. Skortur og verðmæti Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex, segir að í dag standi hrá- efnisskortur starfsemi fyrirtækisins helst fyrir þrifum. Á sama tíma er skel enn hent í sjóinn, þó að Primex fái mest af tilfallandi rækjuskel hér- lendis til úrvinnslu. Viðbrögð við hrá- efnisskorti eru að afla þess erlendis, og er horft til Grænlands og Kanada. „Hráefnisskorturinn varð þess valdandi að við leituðum uppi verð- mætari markaði fyrir okkar vöru, eins og fyrir lyf þar sem virðisauk- inn er meiri. Í skelinni eru auk þess fleiri efni en kítósan sem eru áhugaverð,“ segir Sigríður og nefnir andoxunargjafann astaxantín, stein- efni og prótín. Konfekt án samviskubits En vörur Primex koma víðar við en halda mætti við fyrstu sýn. Íslenskir neytendur eru margir með LipoSan í skápnum, trefjaefni sem dregur í sig fitu og nýtist til að bæta meltinguna. ChitoClear er sárasprey sem upphaf- lega var markaðssett fyrir dýr, en nýtist okkur mannfólkinu engu síður. Sigríður segir að í þróun sé ný útfærsla á LipoSan. „Um er að ræða örhúðað LipoSan sem eykur notk- unarmöguleikana verulega, eins og t.d. í heilsudrykki, heilsuskot og snakkstangir. Svo er einn möguleiki sem við höfum verið að kynna fyrir kúnnum okkar en það er að setja örhúðað LipoSan í konfekt. Þennan möguleika kynntum við á stærstu heilsuvörusýningu í Las Vegas í síðasta mánuði og sló þetta alveg í gegn. Hver vill ekki geta fengið sér konfektmola án samviskubits yfir fituinnihaldinu?“ Herbalife og L‘oréal Viðskiptavini Primex má finna um allan heim. Bandaríkjamarkað- ur tekur rúm 40% og Evrópa litlu minna. Asíumarkaður er vaxandi og 20% af framleiðslu Primex fara þang- að. Vörudreifing fer í gegnum vöru- hús fyrirtækisins í Norfolk í Banda- ríkjunum og Rotterdam í Hollandi. Sigríður segir að Rússland sé nýj- asti markaðurinn og lofi góðu. Næst verður lögð áhersla á Asíumarkað og byggt á góðum árangri í Japan og Suður-Kóreu. Meðal fyrirtækja sem kaupa vöru Primex til að nota í vörulínur sínar eru alþjóðlegu stórfyrirtækin Herbalife, NuSkin, Now, L‘oréal og Wella, svo einhver séu nefnd. Nota- gildi efnisins sannast kannski þegar á það er minnt að bandaríski her- inn hefur notað kítósanplástra frá Primex, en þeir hafa reynst nota- drjúgir við að stöðva blæðingu hjá hermönnum á vígvellinum. Feit gæludýr Sigríður segir að markaður fyrir fæðubótarefni gefi takmarkalitla möguleika. „Það er ekki bundið við okkur mennina. Offituvandamál gæludýra í heiminum og þá ekki síst bandarískra gæludýra felur í sér möguleika fyrir okkur því dekur við dýrin eru að verða vandamál. Það er því að verða til markaður fyrir megrunarlyf fyrir dýr þar sem við getum sótt fram. Undanfarin tvö ár höfum við verið að vinna heimavinn- una okkar til að koma sterk inn á þennan markað. Eitt af stærstu gæludýrafyrir- tækjunum er tilbúið með sína neyt- endavöru fyrir hunda og reikn- ar með að setja hana á markað í byrjun árs. Þetta sama fyrirtæki ætlar einnig að setja á markað ChitoClear- sáraspreyið okkar. Sam- vinnuverkefni með þessu banda- ríska fyrirtæki hefur nú tekið um fjögur ár, þannig að þetta er lang- hlaup í þróunar- og markaðsferli.“ svavar@frettabladid ➜ Markaðsáherslur Primex Sóknarfæri í offituvanda gæludýra Primex á Siglufirði framleiðir efni úr rækjuskel sem notað er í vörulínur um heim allan – fæðubótaefni, lyf, snyrtivörur og matvæli. Her- menn nota efnið til að stöðva blæðingar. Ný vara Primex gæti gert mönnum kleift að borða konfekt án samviskubits yfir aukakílóunum. ÁRANGUR Sigríður og Rúnar Marteinsson, framleiðslustjóri Primex, að taka við Nýsköpunarverðlaunum Íslands 2012. MYND/PRIMEX R æ kjuskel Kítín Kítósan Fæðubótaefni Sárameðhöndlun Snyrtivörur Bætiefni/aukefni í matvæli Kítósan fásykrur Glúkósamín Kalk Fæðubótaefni Prótein Prótein Próteinþykkni/ aminósýrur Bragðefni Astaxanthin Fæðubótaefni Litarefni Hver vill ekki geta fengið sér konfektmola án samvisku- bits yfir fituinnihaldinu? Sigríður Vigfúsdóttir markaðsstjóri Primex
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.