Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 18
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 18
BANGLADESS Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að
þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazip-
ur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja.
Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir
brunann. Engar fregnir eru af mannskaða. NORDICPHOTOS/AFP
FILIPPSEYJAR Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél
á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið
sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu. NORDICPHOTOS/AFP
LITHÁEN Yana Zdhanova,
úr femínísku aðgerðasam-
tökunum Femen, situr í bíl
eftir að lögregla stöðvaði
mótmæli samtakanna
nærri höllinni þar sem
Evrópusambandsráðstefna
ríkja í austurhluta Evrópu
stendur yfir í Vilníus. ESB
hefur komið á grunnsam-
komulagi við Georgíu og
Moldóvu, en hefur ekki
tekist að virkja Úkraínu í
viðleitni til að efla tengsl
við austantjaldsríkin sex
sem áður voru hluti af
Sovétríkjunum. Hin þrjú
eru Armenía, Aserbaídsjan
og Hvíta-Rússland.
NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir
við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael
Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann
rænulausan með sveðjum. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN Hluti fólks tók forskot á sæluna á „Black Friday“, árvissri stórútsölu í
Bandaríkjunum. Sumar verslanir hófu gleðina þegar á fimmtudag. Parið hér að ofan
var mætt fyrir birtingu í verslun Best Buy í Naples í Flórída í gær. Þar var opnað
klukkan sex árdegis. NORDICPHOTOS/AFP
AFGANISTAN
Litla farandhring-
leikahúsið (The
Mobile Mini
Circus for Children
eða MMCC) er
skipað afgönskum
börnum. Hér
má sjá sýningu í
Kabúl í gær þar
sem boltum var
meðal annars
haldið á lofti. Að
sirkusnum standa
alþjóðleg frjáls
félagasamtök sem
vilja miðla fræðslu
og skemmtan til
barna í landinu.
NORDICPHOTOS/AFP
1
ÁSTAND
HEIMSINS
4
4
2
2
5
5
3
3
6
6
1