Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 24
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 24 Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heimin- um. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfi- leika sína. Þau eiga að njóta heil- brigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðis- þjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Sam- kvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafn- ræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur ein- stakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikil- vægt er að skólayfirvöld og sveit- arstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tóm- stundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfé- lagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfg- að líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafn- vel ekki að uppgötva eigin hæfi- leika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasam- tök og vilja stuðla að vitundar- vakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags for- eldra þeirra og munu þeir fjármun- ir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis. Fátækt íslenskra barna VÍSIND Erna Magnúsdóttir rannsóknarsérfræðingur við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir nýdoktor við Læknadeild HÍ Þórarinn Guðjónsson prófessor við Læknadeild HÍ Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Hans Guttormur Þormar framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Lífeindar Nú eru liðnar um tvær vikur frá birtingu tillagna hagræðingar- hóps ríkisstjórnarinnar um aukna framleiðni og hagræð- ingu í ríkisrekstri. Eins og við má búast hefur verið töluverð umræða í samfélaginu um til- lögurnar og þær vakið athygli. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að í tillögunum er að finna hugmyndir sem íslenskir vís- indamenn hafa barist fyrir um áratuga skeið – um eflingu og sameiningu samkeppnissjóða til rannsókna- og vísindastarfs: „32. Samkeppnissjóðum verði fækkað og þeir stækkaðir og efldir þannig að hlutfall milli fastra fjárveitinga til rannsókna og samkeppnissjóða verði jafn- ara en nú er. Unnið verði að því að 50% fjármagns fari í gegnum samkeppnissjóði (tengist einnig iðnaðar- og viðskiptaráðherra). 33. Rannsóknarstofnunum verði fækkað og skipulag og rekstur þeirra einfaldaður frá því sem nú er með það að augnamiði að ná fram rekstrar- hagræði og auknum gæðum í rannsóknar- og vísindastarfi.“ (Feitletrun er áhersluaukning höfunda). Vekur von í brjósti Það vekur því von í brjósti um að fallið verði frá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að skera harkalega niður í fjárveiting- um til samkeppnissjóðanna næstu þrjú árin eins og boðað er á blaðsíðu 244 í fjárlaga- frumvarpi ársins 2014, sem lagt var fyrir Alþingi í lok septem- ber. Þar er kveðið á um að fallið verði frá 200 milljóna króna Markáætlun á næsta ári og stig- vaxandi niðurskurð til þriggja ára um samtals 1 milljarð króna á fjárveitingum til Tækniþró- unarsjóðs og Rannsóknasjóðs. Vegna þeirrar þriggja ára skuldbindingar sem t.d. felst í styrkveitingu úr Rannsókna- sjóði mun þetta þýða að þegar í stað verði um 40% niðurskurð- ur á nýjum styrkveitingum úr sjóðnum, sem aftur þýðir að a.m.k. 40 störf ungra vísinda- manna hverfi úr nýsköpunar- samfélaginu strax á næsta ári. Djarfar tillögur Þessar djörfu tillögur hagræð- ingarnefndar ríkisstjórnarinn- ar um að efla verði hér sam- keppnissjóðina til þess að gera íslenskar grunnrannsóknir skil- virkari og samkeppnishæfari hljóta því að vera samfélaginu öllu fagnaðarefni. Grunnrann- sóknir eru nefnilega forsenda framfara í nútímasamfélagi, og vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þær hafa á hagvöxt hefur verið lögð mikil áhersla á sterka stöðu samkeppnissjóða hjá þeim þjóðum sem standa fremst í víg- línunni hvað varðar lífsgæði og hagvöxt í heiminum. Á tímum samdráttar hefur samkeppnis- sjóðum margra landa verið hlíft við niðurskurði vegna beinna hagvaxtarhvetjandi áhrifa grunnrannsókna. Það er því ánægjulegt að sjá að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist gera sér grein fyrir þessu eins og fram kemur í tillögum hag- ræðingarhópsins. Þar sem því var lofað að margar hagræð- ingartillagnanna kæmu strax til framkvæmda við vinnslu fjárlaga hljótum við að gera ráð fyrir að fallið verði frá boð- uðum niðurskurði á fjárfram- lögum til samkeppnissjóðanna í því frumvarpi til fjárlaga sem lagt verður fyrir Alþingi í næstu viku. Frábært frumkvæði frá hagræð- ingarnefnd ríkisstjórnarinnar! Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisút- varpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dag- ana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfar- andi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrár- stefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. […] taka meiri- háttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, […] ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starf- seminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaút- varps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðslu- hlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamála- ráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkis- útvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstr- aráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleik- inn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórn- völd beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfs- menn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefn- ingar á því að hafa orðið „snark- vondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfs- manna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróð- legt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við upp- sagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von. „Snarkvondir“ dagar á Ríkisútvarpinu … ➜ Þessar djörfu tillögur hagræðingarnefndar ríkis- stjórnarinnar um að efl a verði hér samkeppnissjóð- ina til þess að gera íslenskar grunnrannsóknir skilvirkari og samkeppnishæfari hljóta því að vera samfélaginu öllu fagnaðarefni. SAMFÉLAG Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi ➜ Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. RÍKISÚTVARPIÐ Björg Eva Erlendsdóttir stjórnarmaður og fv. formaður stjór- nar RÚV ➜ Vert er að rifja upp orð menntamála- ráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.