Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 32

Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 32
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 lífi Bubba þó það sé eflaust stutt í að hann þeysi upp fjallshlíðina á ný. „Í dag er heilsan í fyrsta sæti hjá mér. Það er minn stóri lærdóm- ur þessa dagana. Og þakklætið. Að vera þakklátur fyrir það sem þú hefur. Mér finnst mikilvægt að lifa ekki í gærdeginum eða vera fastur í hugsunum um morgundaginn. Ég reyni að temja mér að njóta dagsins í dag, njóta þess að vera með fjöl- skyldu minni og vinum. Ef maður nær því þá er maður að lifa lífinu. Maður verður að passa sig að drep- ast ekki á stressi eða óhollustu,“ segir Bubbi. Trúir á karma Bubbi segir þá ákvörðun að verða edrú hafa bjargað lífi sínu. „Ég hélt um tíma lista yfir þá vini og kunn- ingja sem höfðu verið mér samferða í neyslunni. Svo hætti ég því. Nöfn- unum á listanum tók að fækka ansi hratt. Þegar menn deyja úr neyslu heitir það ýmsum nöfnum – stund- um sjálfsvíg, stundum hjartaáfall. Ég er löngu búinn að missa töluna á þeim sem ég hef horft eftir yfir móðuna miklu vegna drykkju.“ „Ég trúi líka á karma. Ég hef til dæmis aldrei rukkað fyrir að spila í jarðarförum. Ég hef sungið í ansi mörgum jarðarförum ungs fólks sem hefur tekið eigið líf. Suma þekki ég. Aðra ekki. En það er allt- af jafn sorglegt þegar ungt fólk í blóma lífsins fellur frá út af neyslu,“ segir Bubbi. Ég minnist á fréttina af ungri stúlku sem fannst látin í partíi í heimahúsi fyrr í mánuðinum og það er ljóst að slíkar fréttir hafa áhrif á Bubba. „Við tilheyrum einfaldlega sam- félagi sem lítur á unglingadrykkju- orgíur einu sinni á ári sem sjálf- sagðan hlut, þar sem fullorðnum finnst eðlilegt að drekka með börn- um, þar sem menn á Alþingi drekka sig fulla nokkru sinnum í mánuði og sitja svo á þingi og garga yfir dóp- neyslu. Það er allt á skjön og áhersl- urnar í heilbrigðismálum eru ansi brenglaðar,“ segir Bubbi og heldur áfram. „Ég samdi lag á síðustu plötu sem fjallar nákvæmlega um þetta, um unga stúlku sem deyr í partíi á afmælisdaginn sinn. Þessar frétt- ir hafa alltaf áhrif á mig. Við verð- um að leggja meira fé í forvarnir. Það er ekki hægt að láta Vog berj- ast í bökkum. Heilbrigðiskerfið er í molum, fornvarnarstarfið er molum og Alþingi er lamað.“ Sigurinn í uppgjöfinni Bubbi kynntist sjálfur tólf spora samtökum árið 1985 og leitaði lausn- ar við áfengisvandamálinu. „Mér gekk samt erfiðlega að finna mig. Ég var ekki að kaupa þá hugmynd að ég hefði tapað fyrir áfenginu. En því meira sem ég rembdist við að telja sjálfum mér trú um að ég væri við stjórnvölinn, þeim mun verr leið mér. Ég var oft þurr í marga mánuði en svo datt ég í það. Féll. Þetta var mikið strögl og ég þjáðist svolítið af „Hemma Gunn einkenninu“. Ég laug að þjóðinni, ég laug að vinum mínum og ég laug að sjálfum mér,“ útskýrir Bubbi. Á endanum gafst hann upp. „Augnablikið þegar ég gafst upp var stærsti sigur lífs míns. Það er enn ein þverstæðan. Sumir geta ekki hugsað sér að tapa. En öll töpin í mínu lífi hafa verið sigrar. Þannig er það bara. Síðan þá hef ég reynt að deila reynslu minni með öðrum. Ég hef farið skóla og talað og hugsað að ef ég næði að hafa áhrif á bara einn einstakling væri það sigur.“ Við færum okkur um set. Bubbi opnar dyrnar á bílskúrnum. Þar er lyftingabekkur og handlóð og svart- ur boxpúði. Í litlu vinnuherbergi sýnir Bubbi okkur áritaða ljósmynd af átrúnaðargoði sínu – sjálfum Cassius Clay – Muhammed Ali og Bítlunum. Í bókahillu eru ævisögur hnefaleikakappa í röðum. Fyrir utan tónlistina er boxið kannski stærsta ástríðan í lífi Bubba enda á hann sinn þátt í því að kveikja áhuga þjóð- arinnar á hnefaleikjum með lýsing- um sínum á Sýn og Stöð 2 í gegnum tíðina. Sannleikurinn í hringnum „Það eru þrjár persónur úr mann- kynssögunni sem ég gæfi allt til að hitta. Cassius Clay, Chaplin og Jesús Kristur,“ segir Bubbi. „Cassius Clay kemur til sögunnar á svipuðum tíma og Bítlarnir og Bob Dylan og mér fannst hann alveg jafn merkilegur. Þetta ofboðs- lega sjálfstraust og hvernig hann flaut í hringnum. Það var eins og hann væri að dansa ballett bæði með höndunum og fótunum. Ég sá hann í Kanasjónvarpinu og varð gjörsamlega heillaður. Gleymi því aldrei,“ segir Bubbi. Hann segist heillast af hrein- leika bardagaíþrótta, alveg eins og hann sé heillaður af nautabön- um sem leggi líf sitt að veði á vell- inum. „Ég fór eitt sinn til Spánar og ferðaðist um og horfði á nauta- at. Var í nettum Hemingway-fíling. Og ég varð orðlaus að sjá 61 kílóa mann kyssa granirnar á 750 kílóa nauti. Þarna heillaðist ég af þessum íþróttum en síðar fór ég að skilja þær betur. Ég skildi að þegar tveir menn kljást í hring er lífið strípað niður í sína hráustu mynd. Þar ríkir því einhver algildur sannleikur. Í bardaganum eru engar lygar, ekk- ert feik eða svik. Eina sem skiptir máli meðan á bardaganum stendur er þessi sannleikur, hvort sem hann er ljótur eða fallegur. Kannski er hringurinn síðasta vígi sannleik- ans,“ segir Bubbi þó hann viður- kenni að eflaust séu margir ósam- mála honum í þessum efnum. Leitin að hamingjunni Þetta er hins vegar Bubbi. Hann er maður þversagna. Hann sér fegurð í ljótleikanum, hann er einlægur rokkari, hann er elskaður og hat- aður og hann hefur þurft að berj- ast fyrir sínu. Þegar John Lennon var krakki fékk einu sinni það verkefni að skrifa skólaritgerð um hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór svaraði hann með einu orði: Hamingjusamur. Og þrátt fyrir að ritgerðin væri ekki löng fólst í henni stór sannleikur. Bubbi segir: „Mér finnst mik- ilvægt að minna mig á að ham- ingjan er ekki einhver staður eða hlutur. Hamingjan er ekki að eign- ast Iphone 5c eða nýjan Ipad eða deita fallegustu stelpuna eða eiga stærsta húsið eða mest af pen- ingunum. Það er ekki hamingj- an. Hamingjan er alltaf til stað- ar. Inni í þér. Og maður verður að vera meðvitaður um þetta augna- blik, þetta sekúndubrot sem ham- ingjan knýr dyra.“ Ég spyr Bubba hvenær hann sé hamingjusamur og er ekki frá því hann svari með ljóði. „Þegar ég vakna og heyri andar- drátt hússins, þegar litla stelpan mín, nýbyrj- uð að tala, segir hæ, þegar ég horfi á bakið á konunni minni og sé þessa fallegu sveigju, eða þegar ég er lifandi að tala við þig. Stundum koma dagar þar sem tilveran er grá og dökk, samt er hamingjan alltaf kring- um þig. Hún kallar á þig. En þú sérð hana ekki. Eftir stutta þögn heldur Bubbi áfram: „Ég held að Lennon hafi nefni- lega hitt naglann á höfuðið. Það er stórkostlegt takmark að taka á móti hamingjunni. Hún kemur í allskyns birtingarformum. Nú hlakka ég rosalega til jólanna því ég er jólabarn en það verð- ur algjörlega undir mér komið hvernig mér líður á aðfangadag. Þannig er hamingjan. Hún kemur ekki nema þú takir á móti henni, nema þú sért með opinn faðminn og ef þú ert með opinn faðminn þá verður þú verðlaunaður mörgum sinnum á dag.“ ÍSBJARNARBLÚS 1980 Textar Bubba á plötunni voru byltingarkenndir. Bubbi sýndi að ekki aðeins var hægt var að semja íslenska texta um íslenskan raunveruleika á trúverðugan hátt, heldur fór hann alla leið í áliti sínu á þessum raunveruleika. Reiði hins unga rokkara og fyrirlitningin á því órétt- læti sem hann taldi alþýðu landsins beitta, þó sér í lagi farand- og fiskverkafólk, kom bersýnilega í ljós. FINGRAFÖR 1983 Með hljómsveitinni Egó og sólóplötunni Fingra- för náði Bubbi auknum vinsældum almennings og seldust plötur hans og sveitarinnar í stærra upplagi en hann hafði áður þekkt. Á árunum 1984 til 1985 lifði Bubbi sígandi lukku lífs síns og orðspor lista- mannsins fylgdi á þeirri niðurleið. KONA 1985 Bubbi safnaði nýjum þrótti og kom fram, með sterkari texta en nokkru sinni fyrr á plötunni Kona. Frá þeirri stund hefur leið listamannsins Bubba legið upp á við. FRELSI TIL SÖLU 1987 Samningur hans við sænska útgefandann Mislur, gaf Bubba tækifæri til að gera rokkplötu eins og þær gerast bestar. Frelsi til sölu sló í gegn. Vinsældir Bubba og hljóm- sveitarinnar MX-21 sem hann stofnaði til að fylgja plötunni eftir voru miklar. Platan markaði einnig tímamót í íslenskri útgáfu því hún varð fyrsta platan sem kom út á geisladiski. VON 1992 Bubbi hafði árið 1990 starfað sem tónlistar- maður í heilan áratug og lengst af þann tíma verið einn vinsælasti tónlistar- maður landsins en um leið sá umdeildasti. Þessi staðreynd gaf honum tækifæri til að láta gamla drauma rætast. Einn þeirra var að gera plötu undir spænskum og/eða suðuramerískum áhrifum og það gerðist með plötunni Von. Bubbi hélt til Kúbu þar sem grunnar hennar voru hljóðrit- aðir með þarlendri sveit; Sierra Mastera. NÝBÚINN 2001 Árið 2001 var Bubbi í rokkgír með Stríð og frið og sendi frá sér plötuna Nýbúinn. Platan vakti umtal, sérstaklega titillag plötunnar en með því vildi Bubbi vekja fólk til umhugsunar á þeim rasisma sem virtist vera að skjóta upp rótum hér á landi. Myndbandi við lagið var einnig gert að sæta skoðun yfirvalda til að athuga hvort lög um íslenska þjóðfánann hefðu verið brotin. 06.06.06. 2006 Bubbi Morthens varð fimmtugur og fagnaði áfanganum með stór- tónleikum í Laugar- dalshöll. Ásamt Bubba komu fram allar þær hljómsveitir sem hann hefur stofnað og gefið hafa út efni: EGÓ, GCD, MX-21, UTAN- GARÐSMENN, DAS KAPITAL og STRÍÐ OG FRIÐUR. Tónleikarnir voru sendir beint út til þjóðarinnar og komu síðan út á DVD og geislaplötu fyrir jólin og náðu metsölu. ÆSKU MINNAR JÓL 2013 Fyrsta jólaplatan sem Bubbi sendir frá sér á meira en þrjátíu ára ferli. Yrkisefni Bubba eru jólin út frá sjónarhóli barns. Á plötunni er að finna hið sígilda jólalag Hátíð í bæ sem Haukur Morthens, föðurbróðir Bubba, gerði frægt. HÁPUNKTAR Á FERLI BUBBA2 BREYTTUR MAÐUR „Ég laug að þjóðinni, ég laug að vinum mínum og ég laug að sjálfum mér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.