Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 50
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Það hefur alltaf verið keppikefli okkar á VA arkitektum að gera byggingar góðar fyrir manneskjur og tillits-samar við umhverfi sitt og náttúru. Nú eru bara komin ákveðin orð yfir þá stefnu: sjálf- bært og vistvænt.“ Þetta segir Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arki- tekt hjá VA arkitektum. Hún og félagar hennar á stofunni, í sam- vinnu við Landmótun og Verk- ís, sigruðu í samkeppni Nordic Built um vistvæna endurhönnun á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Aðal- hugmyndafræði í tillögu þeirra er að skapa atvinnusvæði þar sem lögð er áhersla á náttúruleg gæði sem stuðla að aukinni vellíðan fólks sem þar starfar. Íslensk náttúruöfl í borginni „Þetta var tveggja þrepa keppni. Átján tillögur bárust í fyrri hlut- ann, víða að úr heiminum. Fjór- ar þeirra voru valdar úr og við áttum eina þeirra sem við nefnd- um Grænhöfða. Við unnum áfram með hana og stóðum uppi sem sig- urvegarar,“ segir Anna Sigríður og er ekki í vafa um að staðþekk- ing hafi haft þar sitt að segja. „Í vistvænum arkitektúr leggja aðrar Evrópuþjóðir og Banda- ríkjamenn ofuráherslu á orku- og vatnssparnað af illri nauðsyn. Víða er notað rigningarvatn af þökum í klósettin en ekki neyslu- vatn eins og hér. Við búum við gnægð vatns og vistvæna, ódýra orku ennþá og því höfum við tæki- færi til að sinna öðrum atriðum betur, eins og að skapa heilsusam- legt umhverfi. Það hefur keðju- verkandi áhrif á samfélagsrekst- urinn, veikindadögum fækkar, kostnaður við heilbrigðisþjónustu lækkar, afköst aukast og arðsemi fyrirtækja batnar.“ Anna Sigríður telur að þó við Íslendingar séum með tiltölu- lega hreint loft og ódýra raforku getum við ekki umgengist efnivið og fjármuni eins og alltaf sé nóg til. Til dæmis þurfi að endurnýta orku eins og unnt er og draga úr umferð bíla, bæði vegna mengunar og kostnaðar. Hún segir nauðsyn- legt að vinna með íslensk náttúru- öfl í borginni og skapa eftirsókn- arvert umhverfi. Gera gangandi fólki hærra undir höfði en hingað til hefur verið gert, þannig að við getum öll ferðast um á þægilegan máta, hvort sem við erum akandi, gangandi eða hjólandi. Með því að taka tillit til íslensks veðurfars og loftslags og vinna úr því á vist- vænan hátt sé markvist dregið úr viðhalds- og rekstrarkostnaði bygginga. Einnig verði að huga að förgunarkostnaði. „Við tökum þátt í alþjóðasamfélagi og verðum að tryggja að auðvelt sé að endurnýta efni sem við flytjum inn í landið og farga þeim á vistvænan máta,“ tekur hún fram. Meira og meira gaman Þá snúum við okkur aftur að Höfðabakka 9. Anna Sigríður segir það hafa verið frábæra áskorun að fá að gera tillögu að endurnýjun svæðisins á vistvæn- an hátt. En eru ekki alls konar efni í aðalbyggingunni skaðleg umhverfinu ef út í það er farið? „Eflaust en það er heldur ekki vistvænt að rífa niður það sem þegar er komið enda er það ekki markmiðið,“ svarar hún og segir augljóst að meðal stórra verkefna arkitekta í framtíðinni verði að endurhanna byggingar sem búið er að reisa og annaðhvort eru komnar á viðhaldstíma eða þurfa að fá nýjan tilgang. Það verði að gerast á umhverfisvænan máta. Höfuðáherslan var á stóru bogabygginguna á Höfðabakka 9 í fyrri hluta samkeppninnar, að sögn Önnu Sigríðar en í framhald- inu var farið að skoða stóra sam- hengið. „Þá fengum við Landmót- un, landslagsarkitekta til aðstoðar við hönnun lóðarinnar og verk- efnið óx í höndunum á okkur, allt- af varð meira og meira gaman og við sáum fleiri og meira spennandi möguleika á hönnun í vistvænum anda,“ lýsir hún. Bogabyggingin er há og oft rok inni í kringlunni. „Við Íslendingar þurfum alltaf að taka tillit til þess að hér er vindasamt og háar bygg- ingar mynda sterka hvirfla. Því gerum við ráð fyrir nýrri bygg- ingu á tveimur hæðum sem bæði verður inngangur og dregur úr vindsveipum. Á neðri hæð yrði sameiginleg matsala fyrir allt svæðið og á þeirri efri vinnuað- staða fyrir smærri hópa, svipuð og í háskólabyggingum. Einnig er lagt til að bæta tveimur létt- byggðum hæðum ofan á boga- bygginguna með þakgörðum sem gefa útsýni og aðgengi að grænum svæðum og kost á samveru fyrir starfsfólk. Til viðbótar setjum við minni viðbyggingar ofan á lágu bygginguna á móti, til að Hlýleg vin í hörðu borgarumhverfi Dagsbirta og náttúruleg loft ræsting, skjól fyrir vindi og umferðargný, aukinn gróður og aðlaðandi staðir til samveru starfsfólks, utan húss og innan. Allt eru þetta áberandi þættir í verðlaunatillögu VA arkitekta og samstarfsfólks um endurhönnun á Höfðabakka 9. ANNA SIGRÍÐUR „Allir hagnast á vistvænum hugsunarhætti, rekstraraðilar, vinnandi fólk og ekki síst framtíðin,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAMTÍÐ OG NÚTÍÐ Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir nýrri forbyggingu sem á að hýsa inngang og veitingastað, auk þess að draga úr vindsveipum við dyrnar. Svo á að færa bílana undir stéttina og inn í hól.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.